Skírnir - 01.01.1925, Síða 10
Skirnir] Guðmundur prófessor Magnússon. 3
hans Magnús blindur og var það um 20 síðustu ár æfinnar.
Samt sem áður var hann ern og hress lengi vel, sinnti
búskapnum og sagði fyrir verkum um allmörg ár.
Þarna ólst nú Guðmundur Magnússon upp. Á Hjalta-
bakka var þá ungur prestur, ötull og gáfaður, síra Páll
Sigurðsson, sem fluttist síðar að Gaulverjabæ og þjónaði
því brauði til dauðadags. Hjaltabakki er einn af næstu
bæjum við Holt. Kynntist síra Páll drengnum, hafði veitt
honum einhverja tilsögn, eins og lengi hefur verið altítt
hjer á landi um presta og greinda krakka, að þau fá
leiðbeiningu lítinn tima hjá presti sínum. Víst er það, að
sira Páli leizt vel á drenginn, þótti hann vera efnilegur,
góðum gáfum gæddur. Hreyfði hann því við foreldra
hans, að hann ætti að ganga menntaveginn.
Magnús gamli hafði í fyrstu tekið því fálega og var
honum nokkur vorkunn. Hann átti hjónabandsbörn og
barnabörn og þótti sem þau mundu bera skarðan hlut
frá borði, ef »Mundi* yrði látinn ganga skólaveginn, með
öllum þeim kostnaði, er því fylgdi, auk þess var hann
kominn hátt á níræðisaldur og blindur. Sagt var, að
prestur hafi sótt það svo fast, að hann hafi slegið i borðið
og sagt að hann mætti eigi láta svona gáfur grotna niður
þar í Holti. Ljet þá Magnús undan siga, enda kvaðst
Ingibjörg fús til að verja því sem hún átti í Vindhæli
upp í skólanámskostnaðinn. Varð það úr, að Guðmundur
var látinn læra undir skóla hjá síra Páli og mun hann
hafa gengið ofan að Hjaltabakka til yfirheyrslu, en lesið
heima í Holti. —
Hann kom í skólann 1877 og er stutt frá að segja:
Álit síra Páls á piltinum reyndist rjett. Hann varð ágætur
námsmaður, útskrifaðist 1883 með ágætiseinkunn og sigldi
svo til háskólans í Khöfn og tók próf í læknisfræði þar
í janúar 1890 með svo hárri fyrstu einkuun, að lítið eitt
vantaði i ágætiseinkunn.
Þegar læknisprófinu við háskólann lauk, varð hann
aðstoðarlæknir (kandidat) á spítölum í Khöfn, en fór svo
þeim til íslands tæpu lVa ári síðar, sumarið 1891, og var
1*