Skírnir - 01.01.1925, Page 11
4
Guðmundur prófeesor Magnússon.
[Skirnir
þingskrifari þá um sumarið, en fór svo aftur um haustið til
Hafnar nýkvæntur og dvöldu þau hjónin þar bæði fram
yfir nýjár, en þá fór hann til Þýskalands til frekara náms
og lagði einkum stund á handlækningar og þó sjerstak-
lega kvensjúkdóma. Hvarf hann svo aftur til Khafnar
í júní. Var honum veitt IX. læknishjerað íslands, Skaga-
fjörðurinn, ll.júnl 1892, og fór hann svo heim til hjeraðs
síns. Eftir tveggja ára veru þar, var honum veitt kenn-
araembættið við læknaskólann, dósentsembættið, sem Tómás
heitinn Hallgrímsson hafði gegnt, en kennslugreinar hans
urðu: handlækningar, sem Schierbeck landlæknir hafði
kennt, lífeðlisfræði og almenn sjúkdómafræði. Þegar svo
háskólinn var stofnaður 1911 varð Guðmundur Magnússon
prófessor í þessum sömu fræðigreinum þar og gegndi því
embætti til dauðadags 23. Nóv. 1924. G. M. var sæmdur stór-
riddarakrossi Fálkaorðunnar og riddarakrossi Dannebrogs-
orðunnar. Hann varð heiðursfjelagi í Dansk Medicinsk
Selskab á 150 ára afmæli þess. Formaður var hann í
Berklavarnanefndinni 1920-21.
Þetta er þá í aðaldráttum yfirlit yfir náms- og em-
bættis-feril Guðmundar prófessors Magnússonar.
Hann hafði þegar á skólaárum sínum fengið mætur
á náttúruvísindum, einkum á grasafræði. Hann kemur
til Hafnar fullur af þekkingarþrá. Þá var blómatíð nátt-
úruvisindanna. Ur þeim brunni mátti fá fræðslu og rök-
rjetta skýringu á fjölda hinna erfiðustu viðfangsefna.
G. M. valdi sjer eina grein náttúrufræðinnar, læknisfræðina.
Hún hafði á síðustu áratugum tekið ótrúlega miklum
framförum.
Þó var það einkum ein tegund læknisfræðinnar, hand-
læknisfræðin, sem skaraði fram úr. Ýmsar ástæður voru
til þess, en þær þýðingarmestu mynduðu samanhangandi
framfara-keðju, og var fyrsti hlekkurinn í henni uppgötv-
un svæfingarmeðalanna, æthers og kloróforms,
rjett fyrir miðja öldina, þá skömmu siðar kom fundur
bakteríanna (Pasteur) og loks rjett fyrir 1870 kemur