Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 14
Skirnir]
Guðmnndur prófessor Magnússon.
7
og Schierbeck höfðu notað, þótt þær væru mikilaverðar
framfarir á sínum tima.
Guðmundur Magnússon skrifaði um fyrstu sjö sulla-
skurðlækningar sínar á Sauðárkróki með þessari aðferð,
Volkemannsaðferðinni, í Hospitalstidende 1895. Ritgjörð
þessi er látlauslega skrifuð og skýrt, eins og allt það sem
hann skrifaði. Það var á námsárum mínum i Höfn og
gladdi það okkur íslenzku læknanemana ekki litið, að
lesa um þennan ágæta árangur hans. Við minntumst þess
vel, að þá fyrir fáum árum hafði einn af okkar íslenzku
fjelögum, Valdimar Jacobsen, misst lífið við Bkurðlækningu,
vegna sulla, í Kommunespitalanum í Höfn, þar sem þó voru
reyndir og ráðnir skurðlæknar, og þótti okkur sem vonir
manna um Guðmund mundu rætast.
Um sama leyti skrifaði Guðraundur og aðra ritgjörð
1 Hospitalstidende um berklaveikina hjer á íslandi.
Sagði hann frá 43 sjúklingum með berklaveiki, sem hann
hefði hitt meðan hann var læknir í Skagafirðinum. Þetta
stakk nokkuð í stúf við það, sem menn höfðu heyrt áður,
að berklaveiki væri ekki til á íslandi. Svo var okkur
kennt í Höfn á námsárum mínum, og það stendur prent-
að svo í kennslubókum frá þeim tíma. Þó skalþess getið,
að Schierbeck landlæknir hafði sagt frá því i dönsku
læknariti, Bibl. f. Læger, áður en G. M. fluttist heim, að
hann hefði fundið berklaveika sjúklinga hjer á landi, en
gjörir lítið úr útbreiðslu veikinnar.
Þegar Tómas Hallgrímsson dó í árslok 1893, losnaði
kennaraembætti við læknaskólann. Var þá Gr. M. sjálf-
sagður kennari við skólann, eftirmaður Schierbecks sem
kennari í handlækningum, eini íslenzki læknirinn hjer á
landi, sem þá hafði afiað sjer meiri þekkingar og reynslu
í þeirri fræðigrein en alment gjörðist. Þeir nafnar hans,
Guðmundarnir, Björnsson og Hannesson, höfðu þá aðeins
nýlokið prófi, að visu ungir efnilegir læknar með góðu
prófi, en þó alóreyndir enn þá, áttu eftir að fá tækifæri til
þess að afla sjer orðstírs hjá almenningi fyrir læknisað-
gerðir sínar. Annars er það fullkunnugt, að þessir þrír