Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 15
8 Guðmundur prófessor Magnússon. [Skrinir
menn, Guðmundaþrenningin, mörkuðu sjerstakt tímabil,
Guðmundatímabilið í læknasögu okkar, þar sem þeir um
alllangan tíma voru einna áhrifamestu og mest metnu
læknar landsins.
Þegar háskóli okkar var stofnaður, var Guðmundur
Magnússon vitanlega fluttur þangað sem fyrsti prófessor
í handlæknisfræði þar, en kenndi, eins og getið hefur ver-
ið, annars sömu lærdómsgreinar eins og við læknaskólann.
Seinna losnaði hann þó við almennu sjúkdómsfræðina,
þegar embætti var stofnað í þeirri grein.
Allir lærisveinar Guðmundar hafa lokið upp ein-
um munni um það, að hann haíi verið ágætiskennari,
og kom það eigi á óvart þeim, sem höfðu kynnzt hon-
um. Menn vissu það, að hann var vel lærður í lækn-
Í8fræði, umfram alt í sinni höfuðkennslugrein, en auk
þess almennt. Hann kenndi sjálfur tvær kennslugrein-
ar auk hennar, lífeðlisfræði og alm. sjúkdómafræði, eins
og getið hefur verið, og varð því að afla sjer góðrar
þekkingar i þeim og fylgjast með öllum þeim hraðfara
framförum, sem urðu þar. Hann var þriggja eða fjögra
manna maki, ef miðað er við aðra háskóla, en þar
er ekki heldur starf kennaranna miðað eingöngu við
það, hve margar sjeu kennslustundir á viku. Það er
lagður annar mælikvarði þar á, heldur en tíminn, Bem
gengur til kennslunnar í skólastofunum. Það er gjört
ráð fyrir, að miklu lengri tími gangi til undirbúnings
kennslunni, og hjá Guðmundi Magnússyni er óhætt að
segja, að miklu meiri timi hefur farið í þann undirbúning
heldur en í kennsluna sjálfa, þótt hann hefði miklu fleiri
kennslustundir en nokkur einstakur læknakennari við út-
lenda háskóla. Jeg hef aldrei hitt Guðmund heima óles-
andi, ef eigi voru þar sjúklingar eða gestir. En þótt mik-
ill tími gengi ætíð til lesturs læknisfræðisrita, ekki sízt á
fyrri árum, mátti segja, að hann væri ekki við eina fjölina
felldur um val á bókum. Náttúrufræði var hans uppáhalds-
fræðigrein, eins og drepið hefur verið á. En hann las þar
að auki með mestu ánægju heimspekisrit, útlendan og