Skírnir - 01.01.1925, Page 16
Skirnir] Gnðmnndar prófessor Magnússon. 9
innlendan skáldskap og var vel að sjer í fornbókmentura
vorum.
Hann hafði miklar mætur á smellnum, vel ortum og
kjarnyrtum íslenzkum stökum og kvæðum. Vinur hans,
dr. Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörður, vissi vel hvað honum
kom. Þegar hann vildi sjerstaklega gleðja hann eða koma
honum í svo gott skap, að klakahjúpurinn, sem hann
stundum færði sig í, ef honum þótti henta, þiðnaði, komu
með næsta pósti einstakar stökur eða kvæði til Guðmund-
ar. Hafði þetta tilætlaða verkun. Gerfibjúpurinn kaldi
bráðnaði. Sumt af þessum sendingum má finna í Vísna-
kveri Fornólfs, t. a. m. »Glingur í stórþurkatiðinni*.
Stundum sendi dr. Jón honum kvæðabálka. Man jeg eftir
að fyrát sá jeg þar »Vísur Kvæða önnu®, löngu nokkru
áður en þær birtust á prenti í fyrsta skifti. Sendi Jón
honum þær með þeim ummælum, að hann hefði fundið
þær í gömlum skræðum, en Guðmundur trúði því varla,
hafði nokkurn veginn vissan grun um, hver væri höfund-
ur þeirra.
Guðmundur var mikils metinn vegna kennarahæfileika
sinna. Hann var skýr og rökfastur í hugsun, hataði allan
málskrafsvaðal og hugsanagraut, gekk rikt eftir því, að
lærisveinar sínir skildu það, sem hann kenndi þeim, hafði
verið óvanalega fundvís á bláþræðina í þekkingu þeirra
og sleit þá hlífðarlaust, til þess að þeir gætu sett eitthvað
haldbetra í staðinn. LauBaglopuskap yfirborðsþekkingarinn-
ar hafði hann litlar mætur á, jafnvel þótt hann væri vafinn
í áferðarfagrar umbúðir ímyndaðs andríkis. Hann gat með
ánægju hlustað á skynsamlegar getgátur og kenningar,
en gleymdi aldrei kröfunni um sannanir, unz álíta mátti
að þær væru fengnar, og væri það ekki, gleymdi hann
þvi eigi, að þær vantaði enn, og vildi láta menn kannast
við það.
Hinn þáttinn í starfi Guðmundar prófessors, læknis-
starfið, þekkja allir landsmenn. Fyrir það var hann
kunnur Iandshornanna á milli. Hann naut í því starfi