Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 17
10
Guðmundur prófessor Magnússon.
Skirnir]
bæði fullkomins trausts stjettarbræðra sinna og var
vegna þess átrúnaðargoð allrar þjóðarinnar.
Það kom þar fram eins og hvarvetna, að hann var
samvizkusamur rannsóknari á sjúkdóma og varkár í úr-
skurðum sínum um þá unz hann með nokkurnveginn
vis8u gat sagt, hvað um væri að vera, og manna gætn-
astur var hann, þegar loks átti til skarar að skríða, hvort
gjöra ætti skurð á sjúklingi eða ekki. Vegna víðtækrar
þekkingar, varfærni og handlægni heppnuðust honum alla
jafna skurðlækningar sínar og margir landsbúar eiga
honum líf og heilsu að þakka.
öuðmundur gat stundum verið stuttur i spuna við
fólk og var illa við allt óþarfa mas. En víst var það, að
Bjúklingarnir alment unnu honum, enda var hann oft
Bpaugsamur við þá, þegar mesta alvaran var úti, og
gjörði þeim glatt í geði.
Einkum voru það sullalækningarnar, sem framan af
fór orð af og hann er kunnur fyrir einnig i útlöndum.
Hve marga sjúklinga hann alls skar til sulla, veit jeg
ekki nákvæmlega, en víst er það, að þeir hafa verið
hátt á þriðja hundrað. Á seinni árum voru það orðnir
ýmsir aðrir, sem gjörðu slíkt hið sama, og þar á meðal
ýmsir af lærisveinum hans.
PrófeBsor Rovsing, danski handlæknirinn alkunni,
getur þess og í einkar lofsamlegri dánarminningu um
hann i Hospitalstidende núna í desember, að það hafl
vakið undrun og aðdáun, er hann I fyrirlestri, sem hann
hjelt í læknafjelagi í Höfn 1914, skýrði frá, að hann
hefði skorið til sulla á þriðja hundrað sjúklinga, flesta
með ágætum árangri. Liklega hefir enginn læknir hjer i
Norðurálfu fengið meiri þekkingu og æfingu á þessu
sviði handlækninganna en Guðmundur hafði. Hvort ein-
stakir læknar i löndum annara heimsálfa, þar sem mikil
sauðfjárrækt er, hundahald og sullaveiki, t. a. m. í Nýja
Hollandi og Argentínu, kunni að hafa haft meiri æfingu,
verður hjer eigi sagt um, en vafasamt tel jeg það.
Það var Guðm. sáluga mikið ánægjuefni að geta sýnt