Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 19
Í2 Gn&mnndur prófessor Magnnsson. tSkirnir
10—11. Hann skrifaði og tvær ritgjörðir um þenna sama
sjúkdóm í Almanak Þjóðvinafjelagsins 1896 og 1913.
12. Tuberkulosen paa Island (Hospitalstidende 1895), eins
og getið hefur verið hjer að framan.
Ritgjörðir skrifaði hann og um önnur efni I Lbl.:
Aktinomykosis á íslandi (Lbl. 1916). Smávegis: 1. Nokkur
handbrögð við gastroenterostomia. 2. Ablatio unguis. (Lbl.
1916). Skriðhaull (Lbl. 1917). Granuloma, einkennilegur
kvilli. (Lbl. 1918).
Ennfremur var GK M. meðritstjóri alþýðutímaritsins
»Eir« ásamt Jónassen og G. Björnssyni.
Eina bók þýddi hann og á Hafnarárum sinum,
Parville: »Hvers vegna, vegna þess.«
Eins og drepið hefur verið áður á, hugsaði Guðmund-
ur ætíð skýrt og rökfast, og ritgjörðir hans bera allar þess
vott. Jeg veit ekki, hvort honum hefur annars verið sjer-
staklega ljett um að skrifa eða hvort hann hefir haft löngun
til þess. Jeg efast um það. En hafði hann tekizt eitthvað á
hendur, þá vann hann það verk fljótt og vel. Ef honum fannst
hvíla á sjer nokkurskonar skylda að fræða stjettarbræður
BÍna um reynslu sina, hvort Bem þeir voru erlendir eða
innlendir, þá gjörði hann það, einnig með vanalegri vis-
indalegri glöggskygni, eins og t. a. m. ritgjörðir hans um
sullaveikina benda á og ritgjörð hans um berklana. Hvort
tveggja var gjört meðfram til að leiðrjetta misskilning
manna i útlöndum, sem töldu sullaveikina enn þá almenn-
ari en hún var, og leit út fyrir, að menn vissu eigi að
hjer væri háð barátta móti henni með góðum árangri.
Þar að auki hafði hann aflað sjer svo mikillar og langvinnr-
ar reynslu við skurðlækningar við henni, sem var mikils
virði fyrir stjettarbræður hans í útlöndum að kynnast. Eins
var ástatt um berklaveikina: í útlöndum var læknum
kennt, að hún væri alls ekki til hjer á landi.
. Jeg þykist þess fullvíss, að Guðmundur hefði verið
mikils metinn sem læknir, hvar sem hann hefði verið, og
sómt sjer ágætlega við hvaða háskóla, sem hann hefði starf-
að við. Maður getur ekki sagt, að hann hafi gjört neinar