Skírnir - 01.01.1925, Page 20
Skirnir]
Guðmnndur prófessor Magnússon.
13
nýjar, þýðingarmiklar uppgötvanir. Vinnuskilyrðin hjer
við háskóla vorn eru eigi þannig, að þess mætti vænta.
En hann flutti heim með sjer þekkinguna um nýjar skurð-
lækningaaðferðir, sem áður höfðu alls eigi eða lítið eitt
verið reyndar hjer og fylgdist vel með framförum, sem
urðu erlendis, tók þær upp hjer og kenndi lærisveinum
sinum að nota þær. .
Guðmundur var varkár maður i öllu og í raun og
veru fremur íhaldssamur að náttúrufari. Vildi hann hafa
sem fæst afskifti af þeim málum, sem honum fannst eigi,
að sjer kæmu verulega við. Við stjórnmál fjekkst hann
lítið, en þó mun hann hafa tekið nokkurn þátt i þeim
um tíma og snerist þá á sveif með Landvarnarflokknum.
Hann vildi samt ganga að samnings-tillögunum frá 1908.
Þótti viðurhlutamikið að hafna þeim, taldi að þær hefðu
svo mikla kosti frá því sem var, og óttaðist að alt það
mál mundi fara út um þúfur, ef þeim væri hafnað. Samt
hygg jeg að honum hafi verið það gleðiefni, hvernig úr-
slitin urðu 1918.
Maður hefði að visu óskað stundum, að hann hefði
látið til 8ín taka meira um ýms mál, sem hann bar gott
skyn á, en hann mat kennara- og læknisstarf sitt meira
en allt annað og má það eigi lasta.
Guðmundur Magnússon var maður í minna meðallagi,
þjettvaxinn og snarlegur á fæti, nokkuð feitlaginn, þegar
hann var á bezta skeiði lífsins, fríðleiksmaður, með snör
augu og glettin og hinn gáfulegasti, glaðlyndur og
skemmtinn. Eiginlega mun hann aldrei hafa verið vel
hraustur til heilsu, þótt eigi bæri mikið á lasleika fyr en
á 10—lö síðustu árunum. Það var þá einkum magasjúk-
dómur, sem amaði að honum fraraan af. Hann sigldi til
útlanda 1914 meðal annars til þess að leita lækninga á
honum. Bjóst hann þá við, að hann yrði ef til vill skor-
inn í þeim tilgangi, en læknum þótti eigi þá ástæða til
þess. Tveim árum BÍðar lá hann lengi hættulega veikur
bjer heima af þessum sjúkdómi og var fluttur dauðveikm