Skírnir - 01.01.1925, Page 22
Skirnir]
Gnðmundnr prófessor Magnnsson.
15
Magnús kandídat og Friðrik læknir munu og hafa átt
hauk í horni, þar sem hann var, þótt ekki væru þeir á
fóstri með þeim hjónum.
Meðal annars, sem sýnir ræktarsemi Guðmundar og
konu hans til háskólans og um fram alt þeirrar deildar
hans, sem hann starfaði við, skal geta hinnar rausnar-
legu gjafar, 50 þús. króna, sem þau hafa gefið deildinni,
og ætluð er til þess að tryggja kennaraefnum hennar
trausta undirbúningsmenntun undir starfið.
Auk þess hefur Guðmundur á 25 ára kennaraafmæli
sínu stofnað bókastyrkssjóð handa stúdentum með 2500
kr. höfuðstól.
Hvorttveggja þetta mun geyma nafn þeirra hjóna
meðan háskóli vor stendur og læknakennsla fer hjer
fram, en þótt þetta væri ekki, mundi minningin um Guð-
mund lifa meðal komandi kynslóða háskólans sem fyrir-
myndar kennara, læknis og ágætismanns.
Þjóðin í heild sinni mun og geyma nafn hans. Átrún-
aðurinn á hann var sterkur. Það eru á seinni árum
farnar að myndast sögur um hann, verk hans, ýms til-
svör og hnittyrði, sumt gleymist, annað geymist, marg-
faldast og fegrast í þjóðsögunum. Svona gengur það með
óskabörn þjóðariunar. Hún sleppir eigi fúslega tökum á
þeim. Þetta veit maður um okkar góðu gömlu lækna,
Bjarna Pálsson, Svein Pálsson, Jón Pjetursson djákna og
Gísla Hjálmarsson. Sögurnar um þá lifa ennþá á tung-
um þjóðarinnar — upp til sveita. Guðmundur Magnússon
mun hráðum komast í hópinn þann, og varla mun hon-
um verða skipað á óæðra bekkinn.
Sœm. Bjarnhjeðinsson.