Skírnir - 01.01.1925, Side 23
Kirknatal Páls biskups Jónssonar.
Eftir Ólaf Lárusson.
Heimildarrit sögu íslands á lýðveldistímabilinu hafa
verið könnuð rækilega um nokkuð langt skeið, og allur
þorri þeirra hefir verið geflnn út. Er þess varla að vænta,
að mörg ný rit þess efnis komi í ljós úr þessu, sem nú
eiu ókunn. Því má telja það nýlundu, er menn þykjast
finna ný heimildarrit frá þessum tímum.
í síðasta heftinu af íslenzku fornbréfasafni, sem Jón
þjóðskjalavörður Þorkelsson gaf út, 1. hefti 12. bindis,
birti hann gamalt kirkna- og fjarðatal í Skálholtsbiskups-
dæmi, og taldi hann það vera, að stofni til, frá dögum
Páls biskups Jónssonar, eða frá því um 1200. Áður hafði
kirknatal þetta verið gefið einu sinni út. Kaalund tók
það upp í íslandslýsingu sína.1) En hann taldi kirkna-
talið vera samið á siðasta fjórðungi 16. aldar. Þeim dómi
hafa menn hlítt hingað til og því talið skrá þessa mark-
litla.2)
Væri skoðun Jóns Þorkelssonar, um aldur kirkna-
talsins, rétt, þá væri það ein af elztu, rituðu söguheim-
ildunum, sem við eigum til. Vegna þessa, og af þvi að
margt er merkilegt við Bkjal þetta, er það að sjálfsögðu ó-
maksins vert, að athuga nokkru nánar, hvor skoðunin um
aldur þess sé réttari, enda gafst hvorugum útgefandanna
tækifæri til að færa rök fyrir skoðunum sínum, nema i
stuttum formálsorðum fyrir útgáfunum.
1) Kaalund: Hist. topogr. Beskr. af Island Kbh. 1879—1882, II.
bls. 880-395.
2) Sbr. t. d. Vilhj. Finsen: Om den opr. Ordn. af nogle af dep
isl. Frist. Instit. Kbb. 1888, bls. 44 n. ai,