Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 24
Skfrnir]
Kirknatal Páls bisknps Jócssonar.
17
Fjögur handrit eru til af skránni. Þrjú þeirra eign-
aðist Árni Magnússon, og eru þau nú öll í saraa nr. í
handritasafni hans, 214, 8vo. Tvö þeirra eru rituð snemma
á 17. öld. Er annað þeirra með hendi Björns á Skarðsá
og skrifað 1619. I útgáfu Jóns Þorkelssonar er það nefnt
a. Hitt handritið, sem Jón Þorkelsson nefnir b., er talið
ritað einhvern tima á árunum 1600—1620. Það er nokk-
uð skaddað, en úr því bætir að miklu leyti afskrift sem
Árni tók af þvi, eins og það var á hans dögum. Sú af-
skrift fylgir því enn. Þriðja handritið er ritað 1665 og
er með hendi síra Helga Grímssonar á Húsafelli. Þar er
skráin ekki öll. Hún byrjar á Snæfuglsstöðum í Gríms-
nesi og heldur áfram þaðan, vestur og norður, en alt vant-
ar, sem fyrir austan er Snæfuglsstaði. Jón Þorkelsson
nefnir þetta handrit c. Þá er fjórða handritið í safni Jóns
Sigurðssonar í Landsbókasafninu, 390, 8vo. Það er yngst
þeirra allra, talið ritað um 1750. Kaalund hefir ekki þekt
það, er hann gaf kirknatalið út.
Augljóst er, að öll eru handrit þessi afrit eldri hand-
rita, og að öll eru þau í fyrstu runnin frá sömu frum-
skránni. Þó ber þeim töluvert mikið á milli. Handritið
c., þ. e. afrit síra Helga Grímssonar, er þó bersýnilega
afrit af b., og skiftir því litlu máli um samanburð text-
anna. J. Sig. 390, 8vo er svipað a., og sennilega runn-
ið frá einhverju afriti af a. Þó ber þeim líka ýmislegt
á milli. Þannig telur a. 9 kirkjur, sem 390 telur ekki,
og 390 7 kirkjur, sem ekki er getið í a. Elztu handrit-
unum a. og b. ber einnig allmikið á milli, a. telur 11
kirkjur, sem b. nefnir ekki, og b. 7 kirkjur, sem ekki eru
taldar í a. Þetta sýnir, að margra afrita bil er milli
frumskrárinnar og elztu handritanna, sem nú eru til, og
það getur gefið nokkra bendingu um aldur skrárinnar.
Þess er getið í niðurlagi skrárinnar í öllum handritunum,
að kirkjurnar, sem þar séu taldar, séu 220. Þessu ber
ekki saman við skrárnar sjálfar, því a telur 229 kirkjur,
b. 225 og J. Sig, 390, 8vo 227. Þetta sýnir, að ekkert af
handritunum hefir að geyma frumskrána óraskaða, heldur
%