Skírnir - 01.01.1925, Page 25
18
Kirknatal Páh biskups Jónssonar.
[Skirnir
hefir kirkjum yerið bætt við í öllum handritunum, sem ekki
voru taldar í frumskránni. Þetta er líka vottur þess að
nokkuð margra afrita bil só milli frumritsins og hand-
ritanna.
Skráin nær aðeins yfir Skálholtsbiskupsdæmi. Hún
hefst við austurtakmörk þess, heldur henni áfram þaðan
suður, vestur og norður og eru taldir upp firðir og kirkj-
ur, i nokkurnveginn réttri röð. Endar sú upptalning á
Hrútafirði og kirkjunni á Bakka (Prestsbakka). Þá getur
skráin og nokkuð víða um fjöll og andnes, ár og bygðar-
lög. Hún getur ennfremur um fjórðungamótin og loks
eru nokkrar athugasemdir um önnur efni. Sumar þeirra
eru hvergi annarstaðar og næsta eftirtektaverðar.
Þannig segir skráin frá þvi, hvar fjórðungsþingin hafi
verið háð í Skálholtsbiskupsdæmi. Fjórðungsþing Aust-
firðinga segir skráin að væri háð austur i Lóni. Þessa
þings er hvergi getið annarsstaðar, og yfirleitt mun hvergi
annarsstaðar verið getið um neitt þinghald eða þingstað
I Lóni. En þingstaður þar er ekki óheppilega valinn
fyrir fjórðungsþing, því Lón er nálega í fjórðungnum
miðjum. Tvö handritin, a. og 390, segja að fjórðungsþing
Sunnlendinga væri háð undir Ármannsfelli. Þau geta
þessa næst á eptir því, að talin var kirkjan á Þingvelli
og þess getið, að alþingi væri háð þar. Aptur á móti
segir b. (og c. eptir því) að þingið væri háð undir Mos-
felli. Getur það þessa á sama stað og hin handritin, þ. e.
við Þingvöll. Þetta sýnir, að hér er misskrift í b., og
að texti a. er réttari. b. telur bæði Mosfell í Grímsnesi
og Mo8fell í Mosfellssveit á réttunr stöðum. Væri átt við
annaðhvort þeirra, hefði verið rétt að geta fjórðungsþings-
ins þar. Hvergi er sagt annarstaðar, hvar fjórðungsþing
Sunnlendinga hafi verið háð. En á einum stað öðrum
er getið um þinghald undir Ármannsfelli. Það er i Hænsa-
Þóris Bögu. Segir þar af alþingisreið Þórðar gellis í mál-
unum útaf brennu Blundketils, og er þess þá getið í
innskotssetningu, að þingið væri þá undir Ármanns-