Skírnir - 01.01.1925, Side 26
Skfrnir]
Kirknatal Páls bisknps Jónssonar.
19
felli1). Orð sögunnar benda til þess, að það hafi verið
alþingi, sem háð var undir Ármannsfelli. Menn hafa skýrt
þessa sögn með ýmsum hætti. Maurer hefir talið að hún
muni vera rétt, og að alþingi muni um eitt skeið hafa
verið flutt af Þingvelli upp undir Ármannsfell. Leiðir
hann ýmsum getum að, hvað þeim fiutningi kunni að
hafa valdið, nefnir t. d. ágang öxarár á völluna2). Aðr-
ir hafa bent á það, að þessi sögn fari í bága við orð
Ara í Islendingabók, um samkomustað alþingis, þar sem
hann segir að alþingi væri sett »þar es nú es«8). Telja
þeir því sögn þessa markleysu.4) Enn aðrir hafa talið
óliklegt, að alþingi hafi verið flutt undir Ármannsfell, en
setla að með þessum orðum sé átt við Þingvöll, vegna
þess hve nálægt Þingvöllur er Ármannsfelli6). Engin
þessara skýringa er allskostar aðgengileg. Það eru sára-
litlar likur til þess, að nokkur þörf hafi verið á þvi, að
flytja alþingisstaðinn þennan stutta spöl upp að Ármanns-
felli, og það er óeðlilegt að ætla að staðurinn á Þingvelli
hafi nokkurn tíma verið kendur við Ármannsfell. Kirkna-
talið varpar alveg nýju Ijósi á þennan stað í sögunni,
og þó að sagan og skráin virðist hvor á móti annari,
þar sem önnur telur alþingi, en hin fjórðungsþing Sunn-
lendinga háð á þessum stað, þá er þó unt að skýra það
ósamræmi. Alþingi það, sem sagan er að segja frá, er
einmitt þingið sem lögtók fjórðungsþingin. í fyrstu hefir
sagan ekki sagt neitt frá breytingunni, er þá varð á stjórn-
arskipun landsins. En snemma hefir einhver afritari sög-
unnar skotið inn í hana kaflanum úr íslendingabók um
1) Hænsa-Þóris saga í Zwei Isliindergesch. herausg. v. Andr.
Hensler Berlin 1913, bls. 20-21.
2) TJeber die Hænsa-Þóris saga, Miinchen 1871, bls. 57—60, Alt-
nord. Rechtsgesch. Leipzig 1909, IV. bls. 325—326. Kaalund virðist
hallast að skoðun Maurers, 1. c, I. bls. 149.
3) íslendingabók útg. F. Jónssonar, Kh. 1887 3/6.
4) Jón Eiriksson í Isl. Rettergang, Kh. 1762, bls. 449, Jón Sig-
urðsson i íslendingasögur II. Kb. 1847 bls. XV.
5) Guðbr. VigfúsBon í Origenes Islandiæ Oxford 1905, II. bls. 6,
Heusler 1. c. bls. X—XI.
r