Skírnir - 01.01.1925, Page 27
20 Kirknatal Páls biskups Jónssonar. [Skirnir
tölu Þórðar gellis að lögbergi og lagabreytingarnar, er
gerðar voru á þinginu. Afritaranum hefir tekist þetta
innskot óhönduglega, t. d. tekur hann upp með kaflanum
orð Ara um heimildina að þessum kafla: »Svá sagþe
mér Ulfheþenn Gunnarsson.*1) Setningin um þingstaðinn
virðist líka vera innskot. Að henni er skotið inn á und-
an sögninni um fjórðungaskiftinguna, og hún látin eiga
við alþingi, getur stafað af athugaleysi og ólagvirkni af-
ritarans, og hafi þá þetta átt við fjórðungsþingið í heim-
ildinni, sem hann tók þetta úr. En það er einmitt eftir-
tektarvert, að þessa þingstaðar skuli vera getið einmitt
þannig, í námunda við frásögnina um fjórðungaskifting-
una og fjórðungsþingin. Guðbrandur Vigfússon telur þessa
setningu vera innskot og tekna úr íslendingabók,2) þó að
það samrýmist annars illa skilningi hans á þessum stað.
Þetta er ekki ósennilegt. Víst er það, að afritarinn hefir
haft íslendingabók fyrir sér, í nokkuð annari mynd, en
hún þekkist í nú. En sé setning þessi frá Ara komin,
hlýtur hún að eiga við annað en alþingi. Ella færi hún
í bága við það, sem Ari segir um samkomustað alþingis.
Mér virðist því líklegast, að Ari hafi sagt frá fjórðungs-
þingstöðunura í íslendingabók, og þá einnig frá þing-
staðnum undir Ármannsfelli, en afritari Hænsa-Þóris
sögu hafi misskilið orð hans, slitið þau út úr réttu sam-
bandi og skotið þeim á skökkum stað inn í söguna. Sé
skráin því svo gömul, að mark verði á henni haft um
þessi efni, þá segir hún bæði hvar fjórðungsþing Sunn-
lendinga var háð, — en það hefir mönnum verið ókunn-
ugt um áður, — og skýrir þennan umþrætta stað í Hænsa-
Þóris sögu. Aðrar líkur mæla heldur eigi á móti því,
að þingstaður fjórðungsins hafi verið undir Ármannsfelli,
heldur þvert á móti. Staðurinn liggur vel við fyrir fjórð-
ungsmenn. Fjórðungsþingin munu hafa verið háð mjög
skömmu fyrir alþingi, og þá hafa þingmenn getað gert
eina ferðina til beggja þinganna. En einhverjar óþektar
1) Hænsa-Þóris saga bls. 21.
2) Origines Islandiæ II. bls. 35,