Skírnir - 01.01.1925, Síða 28
Skirnir]
Kirknatal Páls biskups Jónssonar.
21
ástæður hafa þó legið til þess, að þingið var ekki háð á
sjálfum Þingvelli. — Fjórðungsþing Vestfirðinga telur
ski'áin Þórsnesþing. Ber henni þar saman við aðrar heim-
ildir.1) — Annað eftirtektarvert atriði er það, sem skráin
segir um fjórðungamót Austfirðinga og Norðlendinga. Hún
segir, að settur hafi verið upp hamar Þórs í heiðinni, er
fjórðunga skilur. Það er alkunnugt, að mikil helgi var
fyr á tímum á öllum landamerkjum, og í kristnum sið
tíðkaðist það hér á landi, að gera krossa á merkjum,
jarðkrossa, er svo voru nefndir.2 3) Er ekki ólíklegt, að
merki hafi í heiðni verið helguð með hamri Þórs, en þess
mun hvergi getið nema á þessum eina stað.
Eins og áður var getið, hefir hvorugur útgefandi
skrárinnar fært rök sín um aldur hennar fram, nema í
stuttum formálum, er þeir létu fylgja skránni. En rök-
semdir þeirra eru þessar. Kaalund telur fyrst og fremst,
að kirknaskipan í Snæfellnessýslu sé lýst þannig í skránni,
að sýnilega sé tekið tillit til breytinga þeirra, sem á
henni urðu með skipan þeirra Páls Stígssonar og Gísla
biskups Jónssonar 27. sept. 1565.8) Þó játar hann, að
Bkránni beri ekki alveg saman við skipanina. Þá telur
hann það og bera vott um aldur skrárinnar, að klaustranna
sé að mestu látið ógetið. Loks telur hann það, sem hann
nefnir »forfatterens historisk- antikvariske tilböjelighederc
og inngangsorð skrárinnar í a., benda til þess, að hún
sé rituð seint á 16. öld. Hann getur þess, að Árni
Magnússon hafi talið skrána vera frá miðöldunum, vegna
þess að hún telji margar kirkjur, sem snemma hafi verið
lagðar niður. Þykir Kaalund þetta ólíklegt, en hyggur
að skráin sé þannig til orðin, að höfundurinn hafi samið
hana eftir máldagabókum við biskupsstólinn og fjarðatal-
1) Landnáma, útg. Pinns Jónssonar, Kh. 1900 bls. 32, 153, 173,
Eyrbyggja, útg. Yald. Ásmundssonar E,v. 1895 10/14,
2) Sjá t. d, D. I. V. 173, 446, Vallaljóts sögu i ísl. fornuögur
II. Kh. 1881 °/166.
3) Lovs. f, Isl. I. bls. 90.