Skírnir - 01.01.1925, Page 29
22 Kirknatal Páls biskups Jónssonar. [Skirnir
inu forna,1 2 3) sem eignað hefir verið Hauki lögmanni Erlends-
syni.*)
Jón Þorkelsson byggir aftur á móti skoðun sína um
aldur skrárinnar á því, að þar eru taldar margar kirkjur,
sem annaðhvort voru fallnar af eða orðnar að útkirkjum
löngu fyrir 1600. Nefnir hann sem dæmi kirkjurnar á
Knappafelli, Rauðalæk, Svínafelli, Hörgsdal, Eyjunni há,
Arnarbælum tvennum, Jólgeirsstöðum og Esjubergi. í
annan stað telur hann vera mjög fornlegan keim að ýmsu
1 skránni. Þá bendir hann ennfremur á það, að kirkjan
I Ási i Hálsasveit, sé ekki talin í neinu handritanna.
Telur hann það vott þess, að skráin sé samin fyrir 1258,
því til er vígslumáldagi Áskirkju frá Sigvarði biskupi
Þéttmarssyni, sem árfærður hefir verið til þess árs.8) En
síðast, og ekki sízt, byggir hann á niðurlagsorðum skrár-
innar og sambandi þeirra við sögu Páls biskups.4)
Þessar röksemdir skulu nú athugaðar nokkru nánar,
og fyrst vikið að þvl atriði, sem er aðalatriðið, sam-
bandi skrárinnar og Pálssögu.
I 11. kap. sögu Páls biskups Jónssonar segir á þessa
leið: >PáJl biskup lét telja í þeim þrimr fjórðungum
lands, er hann var biskup yfir, kirkjur þær, er at skyldu5)
þurfti presta til at fá, ok liann lét presta telja, hve marga
þyrfti í hans sýslu, ok voru þá kirkjur xx ok cc tíræð
en presta þurfti þá x miður en ecc tiræð<6). Á hinn
bóginn er sama niðurlagsgreinin í öllum handritum skrár-
innar, aðeins lítilfjörlegur orðamunur milli þeiira. Texti
hennar virðist vera frumlegastur í a, og er greinin þar
á þessa leið: »Þetta er alt í sýslu Skálholtsbiskups, sem
nú er talt og eru hér kirkjur þær, sem presta þarf til
1) D. I. III. 9, Kaalund 1. c II bls. 359-372, Alfræði ÍBlenzk,
III. Kb. 1917-1918 bls. 4-5.
2) Kaalund 1. c. II. bls. 380-381.
3) D. I. I. 148.
4) D. I. XII bls. 2-3, 10 n. m. gr. 11.
5) bann, annað handrit.
6) Biskupasögur I. Kh. 1858 bls. 136.