Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 31
Skírnirj Kirknatal Páls bisknps Jónssonar. 23
að fá, 220. En presta þarf í þessaii Býslu 240«. Það
leynir sér ekki að hér er merkilega mikið samræmi með
sögunni og skránni. Báðar eiga aðeins við kirkjur i
Skálholtsbiskupsdæmi. Sagan segir, að Páll biskup léti
telja kirkjur þær »er at skyldu þurfti presta til at fá«.
Skráin segir, að taldar séu þar >kirkjur þær, sem presta
þarf til að fá«. Báðar, sagan og skráin, lýsa þvi þess-
vegna með sömu orðum, hvaða kirkjur séu taldar. Kirkna-
talan er hin sama í báðum, 220. Báðar telja að eins þá
presta, sem með þarf, en um tölu þeirra ber þeim ekki
saraan, þvi sagan telur þá 290, en skráin 240. En eins
og Jón Þorkelsson hefir bent á1), liggur nærri að ætla,
að þeim mun valdi lítilfjörleg misritun afritara. Hafi
prestatalan í fyrstu verið skrifuð með rómverskum tölu-
stöfum, ccxc, þarf ekki meira til, en að c í xc sé mis-
lesið eða misritað i, þá er talan orðin ccxi. Loks er
það mjög eptirtektavert, að bæði sagan og tvö handrit
af skránni, a. og 390., hafa notað orðið sýsla í merking-
unni biskupsdæmi. b. hefir orðið umdæmi i stað sýslu.
En biskupsdæmi var einmitt oft nefnt sýsla á 13. öld-
inni2). Eftir 1300 mun orðið varla vera haft í þeirri
merkingu og á 16. öld mun þessi merking þess hafa
verið týnd fyrir löngu, og sýsla þá fyrir löngu búið að
fá sömu merkingu og það hefir nú á dögum. öll þessi
atriði sýna, hversu samræmið er mikið með sögunni og
skránni. Skyldleikinn er svo ótviræður, að varla getur
leikið vafi á því að hvorttveggja, þessi kafli sögunnar
og þessi grein skrárinnar, eigi rót sína að rekja til sömu
frumheimildarinnar. Sú heimild hlýtur að vera sjálft
kirknatal Páls biskups. Að vísu er þess hvergi getið, að
hann hafi látið færa þetta kirknatal sitt í letur, en ekki er
ólíklegt að svo hafi verið. En með hvaða hætti er þessi grein
komin inn í skrána? Sé skráin eitthvað annað en frum-
heimildin sjálf, sé hún t. d. samin á 16. öld, eða þó fyr
væri, eftir máldagabókum í Skálholti, og hafi höfundur
1) D. I. XII. bls. 15—16 n. m.
2) Bisk. s. I. bls. 710, Krr. Á, 10, D. I. II. 58, 84, § 6, 167.