Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 33
Skirnir] Kirknatal Páls bisknpB Jónssonar. 25
ar þar í landi, eins og Ingimundur prestur Þorgeirsson* 1)
og jafnvel biskupar, eins og Kolur Víkverjabiskup2). Utan-
farir prestanna hafa því getað verið biskupunum áhyggju-
efni. En hvað sem þessu líður, þá er engin ástæða til að
efast um, að Páll biskup hafi í raun og veru látið telja
kirkjur og presta í biskupsdæmi sínu. Þá eru tölurnar.
Er ástæða til að rengja þær? Um þær er það eftirtekta-
vert, að prestarnir eru mun fleiri en kirkjurnar. Þeir
eru taldir 290, þær að eins 220. Þetta kynni að virðast
tortryggilegt, en er þó auðskýrt. Páll taldi að eins þær
kirkjur, »er at skyldu þurfti presta til at fá*. Þetta
verður að skilja á þann veg, að hann hafi að eins talið
þær kirkjur, sem prestsskyld var að, þ. e. þær kirkjur,
er prestur skyldi vera heimilisfastur við. Þetta kemur
vel heim við það, er sagan segir, að hann léti telja, hve
marga presta þyrfti, og við frásögnina um ástæður hans
til talningarinnar. Til þess að vita tölu presta, þurfti
hann eigi að telja aðrar kirkjur. Hann hefir þá fyrst og
fremst slept öllum bænhúsunum. Við þau var aldrei
prestsskyld. Þá hefir hann heldur ekki talið hálfkirkjur,
þ. e. kirkjur, er tíðir skyldi syngja að að eins annan
hvern helgan dag, né kirkjur, er enn sjaldnar skyldi
8ungið að, og síðar voru nefndar þriðjunga- og fjórðunga-
kirkjur. Þær þurfti ekki að telja, því þess munu varla
dæmi, að prestsskyld hafi verið við þær. Þá sýna mál-
dagar ennfremur, að til voru fáeinar kirkjur hér á landi,
sem voru alkirkjur, og sem jafnvel nokkurra bæja sókn
lá til, en prestsskyld var ekki við. Þeim var þjónað frá
öðrum kirkjum. Þær þurfti ekki að telja, og má ætla
a& þær hafi ekki heldur verið taldar. Sagan greinir því
að eins tölu prestsskyldarkirknanna, og svarar hún til
Prestakallatölunnar nú á tímum. Þegar þessa er gætt, er
kirknatalan ekkert tortryggileg, hún er nokkuð nærri
Því, sem ætla má af öðrum gögnum um tölu prestsskyld-
1) Sturlunga, útg. Bj. Bjarnarsonar og Ben. Sveinesonar Rv. 1908,
I. bls. 186.
a) Bi»k.s. I. bls. 63.