Skírnir - 01.01.1925, Page 34
26 Kirknatal Páls biskups Jónssonar. [Skirnir
arkirkna í Skálholtsbiskupsdæmi á 13. og 14. öld. Auk
þessara kirkna var fjöldi annara guðshúsa hér á landi
um þessar mundir. Sýna elztu kirknamáldagarnir, að
þegar á seinni hluta 12. aldar hefir tala hálfkirkna og
bænhúsa verið orðin nokkuð svipuð því, sem hún var á
14. öld. Þannig liggja til kirkjunnar í Sólheimum ytri í
Mýrdal ein hálfkirkja, ein þriðjungakirkja og tvö bæn-
hús, Bkv. elzta máldaga hennar, sem árfærður hefir verið
til 11791). í máldaga sömu kirkju, sem talinn er vera frá
þvi um 13402 3), er komið eitt bænhús í viðbót og ein
alkirkja, sem áður mun hafa verið prestsskyldarkirkja.
Var þá svo komið í þessari sókn, að þar var kirkja eða
bænhús á hverjum bæ. Til Hvammskirkju í Norðurár-
dal liggja 7 bænhús, skv. máldaga hennar frá því um
12238), en 8 eru þau talin í máldögum frá 14 öld4). Til
Melakirkju í Melasveit liggja 2 hálfkirkjur og 3 bænhús,
skv. máldaga frá því um U805) og sama er talið í Vilk-
insmáldaga6 7). Mér virðist að það muni ekki ofsagt að
telja, að um 1200 hafi milli 7 og 8 hundruð guðshús ver-
ið í Skálholtsbiskupsdæmi. Þegar þessa hvorttveggja er
gætt, að prestsskyldarkirkjurnar eru 220, og hve mikill
sægur er af öðrum kirkjum og bænhúsum, þá er presta-
talan 290 ekki grunsamlega há. Útkirkjurnar og bæn-
húsin voru víða svo mörg, að einn prestur komst ekki
yfir tíðasönginn. Því er strax i elztu máldögunum getið
um kirkjur, er fleiri en einn prestur skyldi vera við.
Þannig skyldu vera 3 prestar og messudjákn í Stafholti,
2 prestar og djákn að Rauðalæk og 2 prestar í Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd, alt skv. máldögum frá 12. öld1).
1) D. I. I. 48.
2) D. I. II. 483.
3) D. I. I. 115.
4) D. I. III. 37, 248.
5) D. I. I. 114.
6) D. I. IV. bls. 193.
7) D. I. I. 28, 44, 55.