Skírnir - 01.01.1925, Side 35
Skírnir] Kirknatal"Páls bisknps Jónssonar. 27
Tölu presta og kirkna í sögunni er því ekki ástæöa til
að rengja.
Hvernig ber nú kirknaskránni saman við þetta?
Telur hún að eins kirkjur, sem prestsskyld var við? Úr
þeirri Bpurningu er örðugt að leysa. Ber fyrst til þess,
að kirknatalinu hefir verið raskað. í fyrstu taldi það
að eins 220 kirkjur, en nú eru kirkjurnar 243, þegar
taldar eru allar kirkjur, sem nefndar eru í einhverju
handritanna. Það hefir því verið skotið inn I skrána 23
kirkjum, sem frumskráin taldi ekki, eða fleirum, ef nið-
ur hafa verið feldar einhverjar þeirra, er í fyrstu voru
taldar. Fáir máldagar eru til svo gamlir, að þeir séu
frá þvi um 1200, og fá gögn önnur eru fyrir hendi um
prestsskyldir á þeim timum. Verður því oft að treysta
líkum þeim, sem dregnar verða af yngri gögnum Þar
er þó einnig sá örðugleiki á vegi, að máldagarnir kveða
eigi alt af á um prestsskyldina. En af öðru efni þeirra
má þó oft fara nærri um það, hvort prestsskyld sé eða
ekki. Sérstaklega vil eg benda á það, að mér virðist
það nokkurnveginn undantekningalítil regla, fram að
1400 a. m. k., að kirkjur, sem eiga messuklæði, séu prests-
skyldarkirkjur. Undantekningar munu þó vera frá þeirri
reglu, en mjög fáar. Ég hefi borið kirknatalið saman við
alla kirknamáldaga, sem út hafa verið gefnir, og eldri
eru en 1400. Af þeim, og öðrum gögnum, má ráða það
með nægilegri vissu, að prestsskyld hefir verið við 212
af þessum 243 kirkjum fyrir 1400. Þar með er vitan-
lega ekki sagt að prestsskyld hafi verið við þær allar
ttm 1200, og um fáeinar er vist, að svo var ekki. Af
þeim 31 kirkju, sem þá eru eftir, vantar máldaga fyrir
17. Af þeim má telja nokkurnveginn víst, að prestsskyld
hafi verið við 4, Svínafell í öræfum, Skarð í Meðallandi,
Háf í Holtum og Mosfell í Mosfellssveit. Aftur á móti
eru allmiklar líkur til þess, að 6 af þessum kirkjum sé
síðar skotið inn í skrána, þ. e. kirkjunum í Skriðu í
Fljótsdal, Hjarðarholti í Stafholtstungum, Laugarbrekku
og Lóni undir Jökli, Breiðabólsstað á Skógarströnd og