Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 36
28
Kirknatal Páls bisknps Jónssonar.
[Sktrnir
Sauðlauksdal. Ein af þeim 7 kirkjum, sem þá eru eftir,
annað Arnarbælið undir Eyjafjöllum, telst frá, því eins
og síðar verður sýnt er það tvítalið í skránni. Eru þá
eftir 6 kirkjur af þessum 17, sem nokkur óvissa er um,
þ. e. kirkjurnar í Hörgsdal á Síðu, Jólgeirsstöðum í Holt-
um, Efstadal í Laugardal, Hömrum í Grímsnesi, Esju-
bergi á Kjalarnesi og Eyri í Kjós. Þá eru enn eftir 14
kirkjur, sem máldagar eru fyrir, en máldagarnir telja
annað hvort ekki prestsskyld við þær eða segja ekkert
um hana. Af þeim má telja víst, að prestsskyld hafl
verið við þessar 3, Þykkvabæ í Veri, Kálfatjörn og
Otrardal. öðrum 3 er sennilega skotið inn seinna, Odd-
geirshólum, Rauðamel og Ingjaldshóli. Um 2 kirkjurnar1 2)
segir í elztu máldögunum að prestar skuli vera þar, ef
sá vill, sem á landinu býra). Þetta er dálítið tortryggi-
legt, því annars telur skráin ekki kirkjur, sem svo var
ástatt um, t. d. ekki Mýnes í Eiðaþinghá3), Bessastaði í
Fljótsdal4), Heynes á Akranesi5 6) eða Ás í Hálsasveit8).
Eru þá eftir 6 kirkjur, sem óvíst er um, Svínadalur og
Ásar í Skaftártungu, Hlíðarendi í FJjótshlíð, Gegnishólar
í Flóa, Kroppur í Borgarfirði og Ásgarður í Hvamms-
sveit. Sumar þeirra telja máldagarnir hálfkirkjur, en
það er engan veginn ómögulegt að prestsskyld hafi verið
við þær um 1200, þó hún sé fallin niður, er máldagarnir
voru gjörðir. Af þessu er það væntanlega ljóst, að skrá-
in telur, að minsta kosti aðallega, prestsskyldarkirkjur,
og í þvi sambandi vil eg enn drepa á eitt atriði, sem
mór virðist eftirtektavert. Eg gat þess áður, að til
voru hér á landi fáeinar alkirkjur og sóknarkirkjur, sem
prestsskyld var ekki við, og að Páll biskup muni ekki
hafa talið þær í kirknatali sínu. Svo er að sjá, að skrá-
1) Reykjavík og Hiörsey.
2) D. I. III. 283, I. 79.
3) D. I. I. 45.
4) D. I. I, 92.
5) D. I. III. 200.
6) D, I. I. 148.