Skírnir - 01.01.1925, Side 37
Sklrnir]
K.irknatal Páls biskups Jónssonar.
29
in telji þær ekki heldur. í NeBÍ í Selvogi var þannig
alkirkja, þegar snemma á 14. öld, en ekki prestsskyld1).
Skráin nefnir ekki þá kirkju. Um As í Hálsasveit var
áður getið. 1258 er þar alkirkja og 7 bæja sókn, en
ekki prestsskyld. Var sókninni þjónað frá Gilsbakka.
Skráin getur hennar ekki. Ástæðan til þess, hygg eg
að sé einmitt sú, að þar var ekki prestsskyld, en ekki
hin, að kirkjan hafl ekki verið komin þar um 1200, því
máldaginn frá 1258 mun ekki vera fyrsti vígslumáldagi
kirkjunnar, heldur settur, er ný kirkja var vigð í stað
eldri. Um kirkjuna í Hjarðarholti í Stafholtstungum er
getið í elzta Stafholtsmáldaga2) og þar gjört ráð fyrir,
að hún liggi undir Stafholt, og var hún þó alkirkja og
sóknarkirkja. Þessa kirkju telja að vísu tvö handrit
skrárinnar, a. og 390, en b. og c. ekki, og gæti það bent
til þess, að henni sé skotið seinna inn í skrána.
Skráin telur samkv. þessu, a. m. k., aðallega prests-
skyldarkirkjur, eins og Páll biskup taldi. En telur hún
allar kirkjur, sem hann taldi? Voru allar þær kirkjur,
8em hún telur, til um 1200 og vantar ekki einhverjar
kirkjur í skrána, er þá voru til? Hvorugri þessari spurn-
ingu er hægt að svara með fullri vissu. En nokkuð má ráða
af líkum. 22 kirkjum hið fæsta, þegar slept er öðru Arn-
arbælinu undir Eyjafjöllum, hefir verið bætt við, síðan frum-
skráiu var gjörð. Hef ég þegar nefnt 9 kirkjur, er ég tel
líklegt að skotið hafi verið inn seinna. Auk þeirra má nefna
kirkjurnar í Berufirði, Hálsi í Hamarsfirði, Sandfelli og Hofi
i öræfum, er eins mun ástatt um. Eru þá ófundnar 9 af þess-
um innskotskirkjum, en sjálfsagt má finna einhverjar þeirra
við frekari rannsókn. En af þessum 229 kirkjum, sem geta
hafa verið taldar í frumskránni, eru einar 5, sem skjalleg
gögn sýna ekki að verið hafi til fyrir 1400. Tvær af þessum
5, Skarð í Meðallandi3) og Háfur í Holtum4), eru þó nefndar
1) D. II. 209 sbr. IV. bls. 99.
2) D. I. I. 28.
3) D. I. VI. 613.
4) D. 1. VI. 80, 81.