Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 38
30
Kirknatal Páls bisknps Jónssonar.
[Skirnir
strax á 15. öld, og eru þá báðar sóknarkirkjur, svo telja má
vafalaust, að þær séu eldri en 1400. Þriðja kirkjan, Jól-
geirsstaðir, var á landnámsjörð,1) sem lagðist í eyði lik-
lega ekki seinna enn á 15. öld.2 3) Kirkju á Jólgeirsstöð-
um er hvergi getið i fornum ritum, nema í þessari skrá,
en munnmæli hafa geymst um hana, og kirkjugarðsrústir
og mannabein sýna, að hún hefir verið til og verið graftrar-
kirkja og þá líklega prestsskyldarkirkja líka.8) Sú kirkja er
því sennilega miklu eldri eu 1400. Þá eru eftir kirkjurnar
í Hörgsdal á Síðu og Hömrum í Grímsnesi. Kirkju í
HörgBdal er hvergi getið annarstaðar, en á Hömrum
er hálfkirkju getið eftir siðaskifti,4 5) og má vel vera, að
báðar séu kirkjur þessar fornar prestsskyldarkirkjur. Þegar
þvi frá eru skildar kirkjurnar, sem ætla má að bætt sé
inu síðar, þá telur skráin einmitt fornar kirkjur, og er
engin ástæða til að efast um, að allur þorri þeirra hafl
verið til um 1200. Um hitt atriðið, hvort skráin telji
allar kirkjur, sem prestsskyld var við um 1200, skal þess
getið, að ég hefi aðeins fundið 4 prestsskyldarkirkjur eldri
en 1400, sem vantar í skrána, Breiðá i öræfum,6) Úlfljóts-
vatn,°) Njarðvík í Gullbringusýslu7) og Hóla í Grims-
nesi.8) Er þó nokkur óvissa á um prestsskyldina við
tvær hinar síðastnefndu, en vel má vera, að prestsskyld
hafi eigi verið komin á neina af kirkjum þessum um
1200. Jón Þorkelsson getur þess til9), að Drangar á Skógar-
strönd hafi verið taldir í öndverðu í skránni í stað Breiða-
bólsstaðar. Þetta getur ekki verið rétt, því um 1224 voru
1) Landnáma bls. 113, 223.
2) D. I. VII. 78 sbr. VI 307 Jarðabók Arna Magnússonar og
Páls Vídalins 1. Kh. 1913-1917, bls, 365.
3) Kaalund 1. c. I. bls. 212, Árbók liins isl. fornleifafél. 1898
bls. 24-25.
4) Jarðabók Á. M. II. bls. 334.
5) D. I, II. 497, Blanda II. bls. 259.
6) D. I. IV. bls. 93.
7) D. I. II. 22, IV. bls. 106-107.
8) D. I. IV. bls. 90-91.
9) D. I. XII. bls, 12 n. m.