Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 40
82
Kirknatal Páls kisknps Jónssonar.
[Skirnir
afrita máldagabækurnar af kappi, og eru mörg þeirra af-
rita til enn. Kaalund visar til þess, að skráin byggi á
skipaninni 1565 um kirkjur í Snæfellsnessýslu. Þetta er
rétt, en það er gjört með þeim hætti, að það er bersýni-
lega síðar gjört en skráin sjálf. a. byggir sýnilega á
breytingunni, sem orðin var, telur upp nýju kirkjurnar í
réttri röð, en fellir niður þær, sem aflagðar voru.1) b. aptur
á móti telur af nýju kirkjunum Breiðabólsstað á réttum
stað, Rauðamel á skökkum stað; milli Fróðár og Ingjalds-
hóls, Lón á skökkum stað milli Knarrar og Staðarstaðar,
sleppir Laugarbrekku, en telur báðar aflögðu kirkjurnar,
Saxahvol og Haffjarðarey. Þetta sýnir berlega, að frum-
skránni er hér breytt, og að sú röskun er gerð eftir að
afritin skilur, sem þessi handrit eru ættuð frá. Þá virðist
mér heldur ekki mikið leggjandi upp úr þvi, þó skráin
nefni ekki klaustrin í Þykkvabæ og Kirkjubæ. Hún get-
ur um kirkjur á báðum þessum stöðum. Hitt er eftir-
tektaverðara, að um Helgafell segir a: »Kirkja at Helga-
felli oc klaustr*. Svo mundu menn ekki hafa ritað eftir
að klaustrið var lagt niður. Þá er það einnig eftirtekta-
vert, að aðeins yngsta handritið, 390, nefnir Skriðuklaustur.
Kirkjan þar var þó bygð í lok 15. aldar. Fjarðatal skrár-
innar er svipað fjarðatali Hauks, eins og vænta raá að
öll fjarðatöl hér á landi verði. En ég sé ekki neitt, sem
bendir frekar til þess að kirknaskráin sé um þetta efni
sniðin eptir fjarðatali Hauks en hið gagnstæða. Það er
vitanlega dálítið vafamál, hvort skráin í öndverðu heflr
talið nokkuð annað en kirkjurnar, en það virðist líkleg-
ast, að hún hafi mjög snemma verið færð í þann búning,
sem hún nú er í, og að eigna fornfræðaáhuga einhvers
16. aldar manns athugasemdirnar um þingin o. þ. h , sem
skráin hefir að geyma, get ég ekki séð að hafi við neitt
að styðjast.
Auk þess, sem nú hefir verið talið, má benda á tvö
atriði önnur, sem sýna, að skráin er forn, og styrkja með
1) Sbr. Biskapasogar Jóns Halldórssonar I. Rvik. 1903—1910 bls,
131-134.