Skírnir - 01.01.1925, Page 41
Skirnir]
Kirknatal Páls bisknps Jónssonar.
33
t>ví þá skoðan, að hún sé kirknatal Páls biskups. Það
•er málið og stíllinn á skránni og sum bæjanöfnin í henni.
Skráin er að vísu mestmegnis upptalning á staða-
nöfnum, en þó eru nokkrir kaflar í henni þar sem mál
og stíll höfundarins kemur i ljós. í a. og 390 eru þessi
inngangsorð: »Sá fróðleikur er til þess skrifaður, að þeir
menn viti gjör, er óvíða fara, hvað við sig er um skifti
fjarða eður héraða eður nokkurra hinna virðulegustu bæja
á íslandi, ef þeir lesa þetta*. Þessa grein telur
Kaalund vott þess að skráin sé rituð í lok 16. aldar.
En bæði mál og stíll á henni virðist fornlegri en svo, að
hún sé frá 16. öld. Orðatiltækið »að vita hvað við sig
•erc, er þannig mjög óvenjulegt, en þó fornt mál1). En
■annars má vera að þessi inngangur hafl ekki verið í
akránni í öndverðu, úr því hann er ekki nema i tveimur
'handritanna. Enn þá fornlegri keimur er þó af þvi, sem
þar kemur næst á eptir, og einnig er i b.: »Langanes
■er norðast í Austflrðingafjórðungi lítt byggt, og horfir í
iandnorður. Þar gengur Helkunduheiður eftir nesinu
fram. Hún skilur fjórðunga Austfirðinga og Norðlendinga
■og er þar settur upp haraar Þórs i heiðinni, sem fjórð-
unga skilurc. Á þessum kafla er gullaldarmál og gull-
•aldarstill en ekki 16. aldar. Sama er að segja um þenn-
an kafla: »Fljótsdalur gengur fyrir ofan alla Austfjörðu
í millum Voknafjarðar og Berufjarðar og horfa allir fjarð-
arbotnar á þveran dalinn og liggja heiðar á milli allra
fjarða og Fljótsdalsc. Þá er þessi kafli um Skálholt:
»Þá er Skálaholt, sem er æðstur staður og dýrðlegastur á
Islandi. Þar hvllir hinn heilagi Þorlákur biskup. Þar
er biskupsstóll og liggja þar til iij fjórðungar landsins.
Einn var veittur til biskupsstólsins að Hólumc. Þessi grein
ber þess og ljós merki að hún er rituð í kaþólskum sið.
Yflrleitt má segja að mál og stíll á skránni sé líkara
og 13. aldar máli og stíl en 16. aldar.
Þá eru og sum bæjanöfnin í skránni merkilega forn-
f) GUla saga Súrssonar ótg. Vald. Asmundssonar Rv. 1899 '/10.
3