Skírnir - 01.01.1925, Side 42
34 Kirknatal Páls 'biskups Jónssonar. [Sklrnir
leg. Pétursey í Mýrdal nefnir skráin Eyjuna há. Það'
nafn kemur fyrir tvisvar annarsstaðar. I Sturlungu er
sagt frá því, að Sigurður Ormsson, sem þá átti í deilum við-
Sæmund Jónsson í Odda, fór, sumarið 1200, upp í Eyna
há með lið sitt og bjóst þar fyrir1 2 3). í gömlum máldaga
hálfkirkjunnar í Keldudalsholti, sem talinn er vera frá
1179, segir, að prest skuli sækja þangað í Eyjuna háa).
Kirkju í Eynni há er hvergi getið nema í skránni, ber-
um orðum, en þessi máldagi sýnir, að prestsskyld hefir
verið þar seint á 12. öld. Kirkjan hefir verið Péturs-
kirkja, eins og nafn jarðarinnar á seinni öldum sýnir.
Prestsskyld mun snemma hafa fallið þar niður, því Pét-
ursey er vafalaust alkirkjan, sem liggur undir Sólheima
skv. máldaganum frá 13408). Siðan er Péturseyjar ekki
getið fyr en í kaupbréfi frá 15194 5), og er jörðin þar að eins
nefnd Ey, og því nafni er hún nefnd optar á 16. öldB).
í tveimur handritum skrárinnar, a. og 390, eru taldar
kirkjur að Arnarbælum tvennum undir Eyjafjöllum. Ná
er enginn bær með þessu nafni til þar í sveit. En i
sögu Þorláks biskup3 helga og jarteinabók hans,. er
getið um Arnarbæli undir Eyjafjöllum, og er þar þá
prestur6). Þá er og til forn máldagi kirkjunnar í Mið-
arnarbæli, sem talinn hefir verið frá því um 11797).
Miðarnarbæli er efalaust bærinn, sem enn heitir Miðbæli,.
og nefndur er þvi nafni þegar snemma á 14. öld og
jafnan síðan8). Þar var prestsskyld i kaþólskum sið og
kirkja lengi fram eptir öldum. Var hún lögð niður með.
kbr. 17. maí 17659). En hvar er þá hitt Arnarbælið?-
1) Stnrlnnga II. bls. 17.
2) D. I. I. 47.
3) D. I. II. 483.
4) D. I. VIII. 539.
5) Alþb. ísl. I. bls. 58, 160, IV. bls. 365. Bisk.s. II. bls. 390.
6) Bisk.s. I. bls. 323, 348—349.
7) D. I. I. 49.
8) D. I. II. 421, III. 211, VI. 691, 667, VII. 71, 287, VIII.-
104, 597.
9) Lovs. f. Isl. III. bls. 524.