Skírnir - 01.01.1925, Síða 43
[Sklrnir Kirknatal Páls tiskups Jónssonar. 35
Nú eru tveir bæir aðrir undir Eyjafjöllum, með liku
nafni, Yztabæli og Svaðbæli, og manni dettur fyrst i
hug að annarhvor þeirra sé hitt Arnarbælið. Yztabælis
er getið með því nafni um miðja 14. öld1 2 3) og síðara)i.
Svaðbælis er getið á 15. og 16. öld og þá nefnt Svartbæli
eða Svartsbæli8). Ekkert bendir til þess að kirkja hafi
verið á þesaum bæjum. Þá er annað atriði athugavert í
þessu máli. Miðbæli er austast af þessum bæjum. Eitt
Arnarbælið heflr því verið fyrir austan Miðbæli, en þar
er nú enginn bær með líku nafni. Vegna þessa gat Páll
alþm. Sigurðsson í Árkvörn þess til, að næsti bærinn
fyrir austan Miðbæli, Borg, hefði að fornu heitið Arnar-
bæli. Segir hann, að það séu gömul munnmæli undir
Eyjafjöllum, að Hrafn heimski, landnámsmaður, hafi fyrst-
ur bygt á Borg, og Borg þá heitið Arnarbæli4). Á Borg
er snemma kirkja5), og prestsskyld virðist vera þar í
kaþólBkum sið. Kirkja var þar fram undir 17006 *). Páll
í Árkvörn hefir ekki þekkt kirknatalið, en það vill svn
vel til, að það tekur af öll tvímæli um þetta efni.
Handritin, sem nefnd voru a. og 390, nefna ekki kirkj-
una á Borg. Þriðja handritið, b. nefnir aptur á móti
ekki kirkjur í Arnarbælum tvennum, heldur í þess stað,
kirkju á Borg og kirkju í Miðbæli. Það sýnir að Arnar-
bælin tvenn eru Borg og Miðbæli og að þessi gömlu
munnmæli, um forna nafnið á Borg, eru rétt. öll hand-
rit skrárinnar geta um kirkjur í Laugardal hinum efra
og svo hinum ytra. Að vísu stendur i b. Langadal í
stað Laugardal, en það er bersýnileg ritvilla. Hér er
sýnilega átt við bæina Efstadal og Miðdal í Laugardal í
1) D. I. II. 479.
2) D. I. IX. 390.
3) D. I. VII. 448, IX. 247, X. 305.
4) Safn til sögu ísl. II. bls. 542—543, Þjóðólfur XVII ár. bls.
67—68.
5) D. I. II. 420.
6) Jarðabók Á, M. I, bls. 44. Það er ekki rétt, sem segir i
Prestatali og prófasta, Sveins Níelssonar, Kh. 1869, bls. 36 n. m. a5
hirkjan á Borg vceri aflögð með kbr. 17. mai 1765.
8*