Skírnir - 01.01.1925, Page 44
36
Kirknatal Páls biskups Jónssonar.
[Skirnir
Árnessýslu. Þeir hafa þá heitið Efri- og Ytri- Laugardalur.
Bæjarnafnið Laugardalur keœur fyrir á nokkrum stöðum
i fornritum. Það er þannig getið um Raga Óleifsson
hjalta í Laugardal,1 2 3) um Þorgeir Halldóruson úr Laugar-
dala) og Guttorm prest Finnólfsson úr Laugardal8). Ytri-
og Efri Laugardalur eru hinsvegar hvergi nefndir nema
í skránni. En Laugardals nafnið virðist fljótt leggjast
niður. í SturluDgu er getið um bæinn »í Miðjum dal.t
Er þar þá kirkja og prestur4). í Vilkinsbók er máldagi
Maríukirkju í Miðjum dal,5) en á 15- öld er bærinn jafn-
an nefndur Miðdalur6). Efstidalur er nefndur þvi nafni í
Árna biskups sögu7). Kirkja hefir verið þar, þó enginn
só til máldagi hennar. Sagan getur þess, að Árni biskup
setti Ketil nokkurn Ketilsson niður á kirkjueign í Efsta-
dal, og þegar skuldheimtumenn Ketils fóru að heimta á
hann skuldir, svaraði biskup því til, að hann skyldi eng-
ar skuldir gjalda af heilagra manna fé. Pre3tsskyld hefir
þá líklega verið fallin niður, hafi hún áður verið. Seinna
mun vera hálfkirkja eða bænhús í Efstadal fram yfir
siðaskipti, því jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vída-
líns getur þess, að kirkjuhúsið standi þá enn í Efstadal,
en enginn minnist þess, að tíðir hafi verið þar veittar8).
Stað á Reykjanesi nefna öll handritin Breiðabólsstað. Það
nafn kemur fyrir i Gull-Þóris sögu9), Sturlungu10) og
Árna biskup sögu11), en i skjölum frá 14. og 15. öld og
siðar er jörðin jafnan nefnd Staður12).
1) Landnáma bls. 140, Ezils saga Skallagrímssonar, útg. Finns
Jónssonar. Kb. 1886—1888 XXIX/95.
2) Bandatnanna saga, útg. Heuslers s/12.
3) Bisks.s. I. bls. 63.
4) Stnrlnnga IV. bls. 43, 46, 133.
5) D. I. IV. bls. 38.
6) D. I. VII. 316, 369, 386, 577, 627.
7) Bisks.s. I. bls. 705, 725.
8) Jarðabók Á. M. II. bls. 312.
9) Útg. Kr. Kaalunds Kh. 1898 VI/lr.
10) Sturlnnga III. bls. 265.
11) Bisks.s. I. bls. 767.
12) D. I. III. bls. 164, IV. bls. 156, V. 530, 698, VI. 541.