Skírnir - 01.01.1925, Side 45
Skirnir] Kirknatal Páls bisknps Jónssonar. 37
Fleiri eru bæjanöfnin fornleg í skránni, en þessi 4
dæmi sýna það, að skráin liefir bæjanöfn, sem liklega
voru aflögð um 1300 og fylstu ástæður eru til að ætla,
að gleymd hafi verið á 16. öld.
Af því, sem nú hefir verið talið, virðast mér full rök
vera til þess, að skrá þeBSi sé rituð ekki seinna en snemma á
13. öld, og að hún sé annaðhvort kirknatal Páls biskups, eða
Bamin eftir þvi, mjög skömmu eptir að það var gjört.
Að vísu hefir henni verið raskað síðan. Nokkrum kirkj-
um hefir verið skotið inn, og má benda á sumar þeirra,
en fáar eða engar munu hafa verið feldar niður. Af þess-
um sökum er skráin merkileg heimild. Hún segir okkur,.
hvar fjórðungsþingin hafi verið háð. Hún lætur okkur
skygnast inn í trúarlíf forfeðra vorra i heiðni, er þeir
helguðu fjórðungamótin hamri Þórs. En einkum fræðir
hún okkur um trúarlíf forfeðra vorra í hinni fyrstu kristni.
Hún sýnir það berlega, hversu ótrúlega miklum þroska
kirkjan hafði náð á tveim fyrstu öldunum eftir að kristni
var lögtekin. Reyndar benda ýms önnur gögn til hins
sama. Þessi mikli vöxtur kirkjunnar, það að menn lögðu
svo mikið fram fyrir trú sína, að í Skálholtsbiskupsdæmi
voru prestsskyldarkirkjurnar orðnar 220 um 1200 og prest-
arnir 290, verður ekki skýrt nema með einum hætti, með
því að kristinndómurinn hafi fljótt náð sterkum tökum á
miklum hluta landslýðsins, að hér hafi verið mjög sterkt
trúarlíf á 12. öldinni, einlægara og sterkara en það lík-
lega nokkurntíma hefir verið fyr eða síðar. Ýmislegt
annað í sögu þessara tíraa, hygg eg að verði ekki heldur
skýrt með öðrum hætti. Guðmundur biskup Arason og
andlegur kveðskapur þessa tíma, kvæði eins og Sólarljóð,
verður ekki skilið nema þessa sé gætt. En hingað til
hefir þessa ekki verið gætt sem skyldi. — Jón Þor-
kelsson varð fyrstur til að benda á hinn rétta aldur þess-
arar heimildar, og er það eitt af mörgu, sem íslensk fræði
eiga honum að þakka.