Skírnir - 01.01.1925, Page 46
Þróun auömagnsins
1. Samfélagsþróunin.
Skipulag þaö, sem nú er á hagnýtingu vinnuafisins
og náttúrunnar, búskap þjóðanna, er gerólikt þvi, sem
verið hefir á umliðnum öldum og breytist óðfluga I nýtt.
Fyrir óralöngum tíma, á dögum fyrstu villimanna, er lít-
ið um skipulag og vald manna yfir náttúrunni sáralítið.
Þeir draga fram lifið, verkfæralausir, með því að safna
öllum ætilegum náttúruafurðum, sem verða á vegi þeirra.
Engin eign er til að staðaldri, nó eignarréttur einstak-
linga. Á geysilöngum tíma breytist þetta búskaparlag
frumþjóðanna í margvíslegan veiðiskap og síðan i rækt-
unarbúskap I ýmsum myndum, en oft kemui hjarðmenska
á milli þessara búskaparstiga. Hjarðmenskan skapar, þar
eem hún kemur, eignarrétt einstaklinga á kvikfénaði og
etéttaskiftingu með þrælahaldi. Á fyrsta ræktunarstig-
inu er landið og kvikfénaðurinn sameign ættarinnar, og
eignarréttur einstaklinga nær að eins til klæða og vopna,
til eigin afnota. Ættaóðölin eru framleiðslumiðstöðvarnar.
Síðan kemur upp höfðingja- eða lénsveldið, er þjóðirnar
ekiftast í höfðingja, sem eiga það, sem þá er eigulegt,
landið, og ánauðuga bændur og þræla. Höfðingjasetrin
eru þá miðstöðvar framleiðslunnar. Þá kemur upp kaup-
staðaveldið, með handiðnaðarbæjum miðaldanna og at-
vinnufélögum smáborgaranna — gildunum, sem geyma i
sér frækorn nýja tímans.
Nýi tíminn, eftir 1500, sundrar aftur þessu þjóðskipu-