Skírnir - 01.01.1925, Page 47
Skirnir]
Þróun auðmagnsins.
39
lagi, brýtur niður höfðingjaveldið og smábæjaveldið, skap-
ar stórveldi nútímans, kemur á alþjóðaviðskiftum og
heimsmarkaði fyrir framleiðsluvörur og frá lokum 18.
aldarinnar hefst stóriðjan með iðnaðarbyltingunni. Frá
•þeim tíma stendur þjóðskipulag það, sem við búum nú
við, auðmagnsöldin eða auðveldið. Undirstaða þess er
alstaðar eignarréttur einstaklinga á framleiðslutækjum
og neyzluvörum, frjáls samkepni, og er framleitt vegna
vonar um peningaarð. Síðasta öldin hefir rutt úr vegi í
viðskiftum og iðnaði fortíðarleifum þjóðskipulagsins, þótt
það hafi tekið mismunandi langan tíma í ýmsum löndum,
og aukið stéttaskiftinguna, annarsvegar skapað stóriðju-
■höldana, hinsvegar fjölmennan verkalýð. Auðmagnsöldin
hefir aftur mismunandi þróunarstig, fyrst samkepnisöld-
ina, með hlífðarlausri samkepni stóriðjunnar við handiðn-
o,ðinn og smærri fyrirtækin, og er þau eru að mestu að
velli lögð, þá viðskiftastrið stóriðjufyrirtækjanna, hvers
við annað. Siðustu 30 árin fyrir stríðið marka aftur
■iiýtt þróunarstig auðmagnsins. Stóriðjan í helztu menn-
ingarlöndunum reynir að vinna bug á stjórnlausri sam-
kepninni með ýmiskonar viðskifta- og framleiðslusam-
tökum og samsteypum, hringum, sem reynt hafa að
stjórna markaði varanna og vinnunnar. Fyrir striðið
náðu fæstir þessara hringa út fyrir landsteinana, heldur
létu sér nægja yfirráðin á heimamarkaðinum, en lágu í
viðskiftastríði við erlenda hringa á heimsmarkaðinum, þó
að nokkur dæmi væru þá til alþjóðahringa, er réðu heims-
markaðinum á ýmsum vörum. Framleiðslumiðstöðvarnar
voru þá á leiðinni að verða þjóðlegir hringar.
Heimsstyrjöldin hefir gert stórfeldar breytingar á
skipulagi atvinnuveganna og eru þær nú að koma fram
i dagsljósið, ærið varhugaverðar og krefjast athyglis allra
þeirra, sem vilja skilja þróun menningarinnar. Því að á
•xmdirstöðunni, hagnýtingu vinnuaflsins og náttúrunnar,
þjóðskipulaginu á liverjum tíma, hvílir öll menning, og
því er lifsnauðsyn fyrir þjóðirnar að skilja þróunarlög-