Skírnir - 01.01.1925, Page 50
42
Þrónn auðmagnsins.
[Skirnir
«taka kosningasjóði og kosningarundirróður og ræður
Tnestu í frönskum stjórnmálum. Þó hefir almenningsálitið
1924 knúð franska þingið til að setja rannsóknarnefnd,
er kynni sér kosninga-afskifti hringsins, þar sem mikil
■brögð hafa verið að mútum til kjósenda og þingmanna.
Á Englandi var tiltölulega lítið um hringa fyrir stríðið
en þá kom skyndilega breyting, að nokkru leyti eftir
tillögu þingnefndar, sem áleit samsteypur nauðsynlegar
vegna stríðsframleiðslunnar og samkepni við stóriðju ann-
ara landa. Síðan hafa hringarnir aukist með ári hverju.
Þingnefndin sá fyrir, að hringarnir gætu orðið einvaldir
á heimsmarkaðinum, en áleit það óhjákvæmilega þróun
og jafnvel stundum æskilegt.
Fyrir stríðið framleiddi fjórðungur af stálsmiðjunum
yfir 8/4 alls stáls í Englandi, en síðan hafa stærstu fyrir-
tækin gleypt fjölda hinna minni og innan skamms er
talið, að fáein félög muni einvöld í allri málmiðjunni.
Inchape lávarður ræður yfir Vs af brezka verzlunarflot-
anum. Símasambandið framleiðir 90 % allra sima. H. f.
Sameinuðu mjólkurbúin, stofnað 1915, ræður yfir 7ia
allrar mjólkurframleiðslunnar og markaðsverði mjólkur
bæði til bænda og neytanda. Þá má nefna saumnála-
hringinn, sem ræður algerlega verðlagi nála.
Upp á siðkastið eru ensku hringarnir farnir að sam-
•eina margvíslegar atvinnugreinar, og eru orðnir enn
-stærri en Stinnes og Schneider-Creuzot hringarnir. Vopna-
Æmiðjur Vickers eiga bifreiðasmiðjur, rafveitur o. fl. Arm-
strong Whitworth & Co eiga kolanámur, vélasmiðjur,
járn- og stálsmiðjur. Stærsti framleiðsluhringurinn er samt
Lever Brothers, sem hafði fyrir strið gleypt 40 félög og
nú alls um 140. Hann framleiðir aðallega sápur, en á
banka, námur, olíuhreinsunarstöðvar, fiskiskip, pappírs-
mylnur, vélasmiðjur o. fl. Loks má geta þess, að 5 stærstu
bankarnir eru orðnir alráðandi á peningamarkaðinum og
•er náið samband orðið á milli þeirra.
Þannig má telja áfram. Á öllum sviðum iðnaðar og
=viðskifta í stóriðjulöndunum og víðar eru hringarnir að