Skírnir - 01.01.1925, Page 51
Skírnir]
Þrónn auðmagnsins.
43
featast. í Hollandi, Belgíu, Ítalíu og Norðurlöndum á
«ama sér stað. Nægir að benda á sykurverksmiðjurnar
'i Danmörku, þó að ótal margt annað mætti upp telja.
Þróunin úr stóriðju í risahringaiðju er um allan heim.
Þessi þróun er óhjákvæmileg afleiðing af núverandi
skipulagi á þjóðfélaginu, eignarrétti einstaklinga á fram-
leiðsutækjunum, samkepninni og framleiðslu í gróðaskyni,
auðmagnsskipulaginu.
Orsakirnar til þessara hringa eru sífelt hinar sömu,
bæði fjárhagslegar og verklegar. Gróðans vegna
vill auðmagnið minka áhættuna, sem samfara er því,
hve fyrirtækin eru orðin ólík og margbreytileg. —
Vegna sérhæflngarinnar og fjölbreytninnar eiga einstakir
atvinnurekendur oft örðugt um yfirlit yfir markaðinn,
starfssvið þeirra. Sérhver kastar vörum sínum út á
■markaðinn, án þess að aðgæta hvað hinir gera, eða við
hverju markaðurinn getur tekið. Fyrrum urðu afleiðing-
arnar af þessu harðar viðskiftakreppur, sem stundum
lögðu í eyði heilar atvinnugreinar. Þangað til fyrir
skömmu var ákvörðunin um framleiðslumagn heimsins í
raun og veru í höndum verzlunarfyrirtækja. Ætlunar-
verk þeirra var að safna pöntunum og senda framleiðslu-
fyrirtækjunum þær, eða panta hjá þeim fyrir eigin reikn-
ing. En þessi verzlunarfyrirtæki keptu alt af hvert við
annað og gátu því ekki komið í veg fyrir að markaður-
inn stundum offyltist, en stundum oftæmdist að ýmsum
vörum. Þess vegna hafa nú framleiðslufyrirtækin sjálf,
að mestu, tekist á hendur að selja vörur sínar og útiloka
samkepnina með ýmsum hringum.
Fyrst komu viðskiftasamtökin (cartel, syndicate), er
ákváðu verðlagið á hrávörum og unnum vörum, en létu
•fyrirtækin að öðru leyti að mestu óháð.
Innan skamms færðust þessi samtök í aukana og
Téðust á þá, sem ekki fengust til að taka þátt í þeim,
'ea til þess þurfti valdmeiri yfirstjórn. Lengst komst
þetta með amerísku »trustunum«, eða samsteypunum, er
^utu að öllu leyti einni stjórn, eins og eitt fyrirtæki, þó