Skírnir - 01.01.1925, Síða 52
44
Þrónn auðmagnsins.
[Skirnir
að oft væru mörg nöfnin. Stundum varð þetta með upp-
kaupum hlutabréfa, en eins oft með viðskiftastríði, þar
sem öli vopn voru notuð og sá, sem veikari var, varð-
að biðjast vægðar.
Risahringurinn er enn lengra framhald sömu þróun-
ar, samsteypa fjölbreytilegra stóriðjufyrirtækja og hringa,.
undir sameiginlega stjórn tiltölulega fárra auðmanna.
Aðalhvötin er hér líka fjárhagsleg, afnám gróða millilið-
anna á öllum sviðum, frá framleiðslu hrávörunnar, þangað
til unna varan er seld neytendum, t. d. í kolanámuiðn-
aði hefst hringurinn venjulega á sjálfum námurekstrinum,
en breiðist þaðan bæði til málmnáma og bræðslusmiðja,
þaðan í allar áttir til flutningafyrirtækjanna, vöruhús-
anna og verzlananna.
Það Btyður einnig hringa, að þessar risavösnu sam-
steypur geta hagnýtt sér mannsaflið og náttúruöflin á
skynsamlegri hátt. Aukaframleiðsluvörur eru hagnýttar
þar, sem þær verða til. Það sparar flutningskostnað og
oft er ekki heldur hægt að framleiða þessar aukavörur
úr ýmiskonar úrgangi af aðalvörunum, nema að um mjög
stór fyrirtæki sé að ræða. Hin ýmsu fyrirtæki risahrings-
ins geta átt viðskifti hvert við annað og þá orðið óhá&
hrávörumarkaðinum. Sameiginlegar söludeildir koma fyrir
öll fyrirtækin o. s. frv. Alt þetta eykur gróðamöguleik-
ana, ýmist iækkar framleiðslukostnaður eða hækkar sölu-
verð afurðanna.
Þessir nýju hringar eru tvent í Benn, aðdáunarverðir
og skelfilegir. Aðdáunarverðir vegna þess, að þeir eru
fullkomnasta framleiðslukerfið, sem hugsanlegt er innan
núverandi auðmagnsskipulags. Skelfllegir vegna þess, að-
yfirráðin eru í höndum örfárra manna, sem nota hagn-
aðinn af þessari sameiningu framleiðslutækjanna sér tilí
eigin ávinnings, en ekki handa öllum vinnulýð anda.
og handa, og sökum þess, að sérhver aukinn ávinningur
þessara nýju hringa hleður undir þá nýjum völd-
um og bætir við þá síðustu sjálfstæðu fyrirtækjunum ii
hverju landi.