Skírnir - 01.01.1925, Page 53
Skírnir]
Þróun auðmagnsins.
45
í löndum, þar sem nægilegt er að ráða yflr hrávör-
unum til þess að stjórna líka öðrum atvinnuvegum, helzt
•ef til vill ameríska lagið, framleiðsluhringurinn, en ann-
arsstaðar ryður risahringurinn sór braut. Markmið beggja
■er að binda enda á stjórnleysi og áhættu atvinnuveganna,
og samræma andstæða hagsmuni stóriðjuhöldanna og
•auka gróðann. Þegar þjóðahringar eru orðnir fastir í
«essi, geta þeir að eins aukið vald sitt á einn hátt, með
því að ráðast yfir landamærin, gerast alþjóðahringar á
heimsmarkaðinum. Það er kóróna auðmagnsaldarinnar.
Verklegar framfarir styðja eigi síður en
fjárhagsástæður að þróun hringanna. Aðferðir framleiðsl-
unnar taka óðum framförum, og þá úreldast fljótt eldri
'vélarnar. Framleiðsla fyrri tímabila var kyrstæð. Véla-
iðja nútímans er byltingagjörn, ieitar í sífellu að nýjum
■aðferðum og tækjum, og breytir með því stöðugt undir-
stöðu atvinnuveganna og afstöðu stétta þjóðfélagsins gagn-
vart hverri annari. Iðjuhöldarnir verða oft í eiginhags-
muna skyni að tefja fyrir þe3sum verklegu framförum,
en til þess þarf samkomulag milli allra þeirra, sem sömu
iðju reka^ fyrst í sama iandi, síðan um heim allan.
Allar verklegar framfarir þurfa fjár og venjulega
'mikils meira en einkafyrirtæki hafa ráð á. Þó að ekk-
•ert annað kæmi til, mundu þær þess vegna neyða ein-
ataklingana til að selja sjálfstæði sitt. Gamla hlutafélags-
■aðferðin nægir ekki heldur til að ná í nægilegt fé, því
að enginn veit nema nýtízkufyrirtæki sé úrelt orðið eftir
•fá ár, áður en það hefir svarað kostnaði.
Þessi stöðugi ótti við nýjar uppgötvanir er ein aðal-
■ástæðan til þess, að vélaiðjan heflr ekki haft í för með
sér eðilega og almenna styttingu vinnutímans hjá verka-
lýðnum, heldur jafnvel leitt til lengingar vinnutímans og
'hagnýtingar barna og kvenna i framleiðslunni. Iðjuhöld-
arnir reyna að minka áhættu sína, með því að láta vél-
•arnar ganga sem lengstan tíma daglega, svo að þær geti
igreitt stofnkostnaðinn á örfáum árum.
Þessi áhætta hefir aukist stórlega eftir stríðið. Upp-