Skírnir - 01.01.1925, Side 54
46
f>rónn anðmagnsins.
[Skfrnir
götvanamenn Norðurálfunnar voru í þjónustu hernaðarins-
í stríðinu og á meðan stóðu verklegar framfarir í álfunni
í stað að öðru leyti. Bandaríkin tóku þá miklum verk-
legum framförum, því að þau komu litið við stríðið. Ná
reyna iðjuhöldar Norðurálfunnar að standast samkepnina,
og reyna þá annaðhvort að bæta framleiðsluaðferðirnar,
eða þrýsta vinnulaununum langt niður fyrir það, sem
þekkist í Bandaríkjunum. Sem dæmi um áhrif stríðsár-
anna á framleiðsluna má geta þess, að frá 1913 til 1923-
óx Btálframleiðsla Bandarikjanna um 50%, en í Norður-
álfunni var sú framleiðsla minni 1923 en fyrir stríðið, og
svipuð hlutföll sjást á öðrum sviðum. Nauðsyn iðjuhöld-
anna í Norðurálfunni að bæta framleiðslutæki sín
hefir gefið hringunum byr undir báða vængi, því að meá
þeim fæst fjármagnið til þess, og minni hætta verður
á því að þau úreldist fyrir tímann.
Loks kemur ein orsökin enn til vaxtar hringanna,
ef til vill aðalorsökin, ástandið á peningamark-
a ð i n u m, annarsvegar samsafn auðs, hinsvegar aukirr
eftirspurn eftir höfuðstól. Stríðið olli hvorutveggja. Stríðs-
gróðinn lenti hjá stóriðjunni, og endurreisn heilla lands-
hiuta gáfu henni aftur ágætan arð. Verðlagsbóigan víðs-
vegar um Norðurálfuna flýtti fyrir þessu, og gengiBsveifl-
ur þær, sem henni voru samfara. Stóriðjan sópaði til
sín fjármagninu á kostnað minni atvinnurekenda, milli-
stjettanna og verkalýðsins. Verðlagið á vörunum fór ört.
hækkandi, en framleiðslukostnaðurinn hægfara. Afleið-
ingin varð, að stóriðjan hafði bolmagn til þess að komai
sér fyrir í voldugum hringura.
3. Alþjóðlegt hagsmunasamband auðmagnsins.
Heimsstyrjöldin hefir ekki einungis gerbreytt aðstöðm
auðmagnsins í hverju landi, heldur einnig i alþjóðavið-
skiftum. Þeirri byltingu hafa fyrst og fremst vaidið-
hinar ýmsu breytingar, sem friðarsamningarnir gerðu á.
gömlu þjóðabúunum í Norðurálfunni.
Allir vita nú, að heimsstyrjöldin var aðallega atvinnu-