Skírnir - 01.01.1925, Page 55
Skirnir]
Þróun auðmagnsins.
4T
strið, sem háð var um það, hvaða ríki skyldu vera mið-
stöðvar ogdrotnarstóriðjunnar.auðmagnsins. Stóriðjanhafði
þróast svo í flestum rikjum Norðurálfunnar, að nægilegar
hrávörur fengust ekki innan landamæranna. Þörf var á
víðtækari grundvelli undir atvinnuvegina. Af þessu kom
kapphlaupið um nýlendurnar. En sérstaklega var þó málið
brennandi í sjálfri Norðurálfunni, hver hagnýta skyldi auðs-
uppsprettur hennar og brennidepillinn voru iönd-
in kríngum Rín, því að fyrsta skilyrðið
fyrir vexti stóriðjunnar var nánara sam-
band milli þýzkra kola og fransks málm-
blendings. Þungamiðja stríðsins lá í þvi, hvort sam-
band þetta kæmist á undir þýzkum eða frönskum fána,.
þ. e. a. s., hvort þýzku eða frönsku þjóðlegu hringarnir
yrðu hlutskarpari. Niðurstaðan varð sú, að hvorugt
ríkið náði fullkomnum yfirráðum yfir öllum nauðsynleg-
um héruðum til þess, að þetta nána samband kæmist á
innan ríkisins. Englendingum kom bezt, að hvorugir
yrðu einvaldir og þeir sáu um það, að Frakkar fengju
ekki vilja sinn í Versölum.
Frakkland hefir þó aukið framleiðslusvið sitt á kostn-
að Þýzkalands, sem hefir mist Saar-héraðið til Frakka,
um 15 ára skeið, og kolanámurnar í Efri-Schlesíu til Pól-
lands, sem er einskonar undirtylla Frakklands. Mestu
munar þó um Elsass-Lothringen, sem Frakkar hafa lagt
undir sig og framleiddi fyrir stríðið 60% aí öllum málm-
blendingi í Þýzkalandi. Framleiðsla þessi var fyrir stríð-
ið í Þýzkalandi 36 milj. smálesta, í Frakklandi 22 milj.
smál., en er nú i Þýzkalandi 15 milj. smál. en í Frakk-
landi 43 milj. smálesta.
Þrátt fyrir allan þenna málmauð, getur Frakkland
ekki haft hans full not, nema kol fáist á hagkvæmari og
ódýrari hátt til að bræða hann, en jafnvel fyrir stríðið
þurfti að flytja inn til Frakklands kóks til málmbræðslu,.
þó að þá væri nokkuð af málmblendingnum sent til
Þýzkalands óbrætt. Saar-kolin eru óhentug og er Frakk-
land því enn háðara Þýzkalandi heldur en fyrir stríðíð-