Skírnir - 01.01.1925, Side 56
-48
Þróun auðmagnsins.
[Skírnir
um þessa undirstöðu stóriðjunnar. Ruhr-héraðið hefir
aftur á móti ágæt kol til málmbræðslu, og það og Elsass-
íLothringen, sem eru hjartað úr allri stóriðju Norðurálf-
unnar, verða að vera í nánu framleiðslusambandi, enda
þaut stóriðja Þýzkalands upp úr þvi sambandi eftir 1871.
;Þess vegna hafa nú eftir stríðið allar deilurnar staðið
um Ruhr-héraðið. Nauðsynlegt er að festa sér þetta vel
i minni, því að af öllum þessum breytingum á undirstöðu
stóriðjunnar í Norðurálfunni stafar glundroðinn í atvinnu-
vegunum og fjárhagsdeilurnar, en lausn þessara mála
hefir farið eftir því, hverra hagsmunir hafa orðið ofan á.
Aðeins tvær leiðir eru til að jafna þessar deilur, of-
beldi eða samkomulag. Um tíma virtist vigbúnaður
'Frakka benda á það, að þeir ætluðu sér að skera á hnút-
inn með sverðinu, en nú upp á síðkastið virðast þeir
horfnir frá því ráði, enda mælir margt á móti því frá
sjónarmiði frönsku hringanna. Hætt væri við þvi, að
England mundi slita bandalaginu við Frakkland, því að
-ensku hringarnir kæra sig ekki um að frönsku hringarn-
ir séu einvaldir á meginlandinu. Auk þess er hættuspil
> fyrir, þá að vopna enn einu sinni verkalýðinn. Það gæti
■ hæglega endað með byltingu. Þýzkaland er aftur að
mestu afvopnað og væri óðs manns æði fyrir það, að ráð-
ast með vopnum á Frakkland. Mestu skiftir þó það, að
heimsstyrjöldin hefir Býnt, að atvinnumál leysast ekki með
fallbyssuskotum. Báðir og raunar allir aðiljar þurfa mark-
að fyrir vörur sínar, en þó að einhver sigraði í nýju
stríði, þá er hagnaðurinn af sigurvinningunum tvísýnn.
:Norðurálfubúar eru flestir orðnir svö fátækir, að ekki
má við bæta. Þverrandi kaupmagn fjöldans mundi úti-
loka alla vörusölu stóriðjunnar. Þess vegna eru flestir
auðmenn komnir að þeirri niðurstöðu, að samkomulag
milli hringanna sé happadrýgst fyrir þá sjálfa.
Tillögur um slíkt samkomulag fóru að koma fyrir
stríðslokin og siðan hafa samningar staðið á ýmsa vegu.
Erzberger, aðalforingi miðflokksins þýzka á þingi, sem í
• eru margir stóriðjuhöldar, kom 1917j með þá tillögu að