Skírnir - 01.01.1925, Page 57
Skirnir] Þrónn anðmagnsins. 491.
enskir hringar legðu fé i þýzka hringa og bjóst hann við
að þetta mundi samræma hagsmunina og Þýzkaland þá
fá hagkvæmari friðarsamninga. Siðar hefir oft um þetta
verið samið, t. d. á Genúa-ráðstefnunni og heflr það haft
töluvert fylgi í báðum löndum. önnur tillaga kom frá
Reehberg um svipað samkomulag við franska málm- og-
námuiðnaðinn. Hugo Stinnes hefir gert margar og merk-
ilegar samningatilraunir við erlenda stóriðjuhölda, enska>
franska og beigiska, t. d. 1922 um að þeir ákvæðu hjá
sér sama söluverð á vörum, gerðu viðskiftabandalag.
Ruhr-deilan er einskonar kvikmynd af þessum deil-
um og samningatilraunum. Blöðin létu lengi vel svo,
sem deilan stæði um þýzkt eða franskt þjóðerni og þýzku
Btóriðjuhöldarnir stæðu á móti frönsku innrásinni af föð-
urlandsást. Nú vita allir, að Stinnes hafði áður en inn-
rásin var gerð staðið í samningum við franska hringa
um náið samband við þá og um yflrráð allrar stóriðjunn-
ar í Mið- og Vestur-Evrópu. Þá greindí á um það eitt,
yfir hve miklum hluta af þessu sameiginlega auðmagni
hvor aðilinn skyldi ráða. Stinnes heflr skýrt frá áliti
sinu um þetta mál. Upphæð stríðsskaðabótanna skyldu
stjórnarvöld ófriðarþjóðanna ákveða með samkomulagi,
en annars ekkert fást við þau mál. Franskir og þýzkir
stóriðjuhöldar skyldu siðan semja um vöruafhendingarnar,
sem fara áttu í skaðabæturnar, án afskifta annara.
Þýzkir stóriðjuhöldar fengju allar skaðabótavörur sínar
greiddar af þýzka ríkinu og segðu þvi, hvernig féð til
þess skyldi tekið með sköttum. Frönsku stóriðjuhöldarnir
8em fengju vörurnar, greiddu þær í franska ríkissjóðinn.
Frönsk og þýzk stóriðjufyrirtæki skiftust á hlutum og
kæmu sér bróðurlega saman um öll deilumál. Stóriðju-
höldarnir í báðum löndum hefðu Bameiginlega hagsmuni,
8kildu hverir aðra, og ættu því að vinna saman. Jafn-
framt því sem Stinnes barðist með hnúum og hnefum á
ttióti afskiftum þýzka ríkisins af stóriðjunni vegna skaða-
fcótanna, rétti hann fornu fjandmönnunum, frönsku hring-
4