Skírnir - 01.01.1925, Page 58
50 Þróun auðmagnsins. [Skirnir
unum, bróðurhöndina og bauð þeim fulla þáttöku um
þýzka atvinnuvegi.
Hvers vegna var þá stofnað til innrásarinnar í Ruhr
og hvi stóðu Þjóðverjar gegn henni? Þjóðverjar greiddu
ekki að fullu umsamdar stríðsskaðabætur og sú ástæða var
notuð að yfirvarpi. En bæði franska og þýzka stóriðjan
virðast hafa unnið að innrásinni af svipuðum ástæðum og
«éð fyrir afleiðingarnar. Þegar ekki fékst fult samkomulag
um, hvernig yfirráð auðmagnsins skyldu skiftast milli þess-
ara hringa, virðast báðir hafa orðið þeirrar skoðunar, að fljótt
mundi úr skera, eða samkomulag nást, ef reynt væri á
þolrifin. Frakkar tækju Ruhr-héraðið, en þýzka stóriðjan
sýndi aftur, að hve miklu leyti samvinna hennar væri
•óhjákvæmileg, með andstöðunni. Þessi deila um hluta-
bréfayfirráðin virðist hafa jafnast fljótt eftir Ruhrtökuna,
með samkomulagi milli hringanna. En stóriðjan í báðum
löndunum virðist hafa haft enn aðra og sameiginlega á-
fitæðu fyrir innrásinni og mótstöðunni, þá, að veikja þau
öfl sem helzt gátu staðið eitthvað á móti valdi hringanna.
Þau voru tvennskonar, ríkisvaldið þýzka og verkalýður-
inn í Ruhr. Hvorutveggja hlaut að blæða mikið við mót-
etöðuna i Ruhr og þá höfðu hringarnir á eftir Jeik á
borði. Verklýðssamtökin í Ruhr voru mjög öflug, og
hagkvæmt var auðsjáanlega, bæði fyrir þýzku og frönsku
stóriðjuna, að geta veikt þau verulega, áður en samvinna
auðmagnBins þar hæfist.
Stinneshringurinn færði á þessu tímabili út kvíarnar
um heim allan, keypti upp fyrirtæki og stofnaði önnur
ný. Slik útþensla hefði varla átt sér stað, ef full vissa
hefði ekki verið þá um hagkvæman enda á skaðabóta-
málunum og deilunni um yfirráð stóriðjunnar í Ruhr og
víðar.
Opinbert er einnig, að Stinneshringurinn og Schneider-
Creuzot eiga saman ýms fyrirtæki í Tjekkó-Slóvakíu og
Austurríki og að franska stjórnin fékk hjá einu af Stinnes-
fjelögunum nitrogen-einkaleyfi og loforð um að kenna