Skírnir - 01.01.1925, Síða 59
Skírnir]
Þróun auðmagnsins.
51
Frökkum hagnýtingu þess. En einmitt þetta einkaleyfi
hafði valdið þvi, hve lengi Þjóðverjar gátu haldið út i
fitríðinu, bæði með hernaðariðju sína og landbúnað (áburð).
Sýnir þetta, hve innilegt sambandið var orðið og ekki
var hugsað til frekari ófriðar milli þessara hringa.
Með Micum-samningunum í október 1923 er talið að
franska og þýzka stóriðjan hafi gengið í fullkomið band-
alag
Þriðji aðilinn í Ruhr deilunni voru Englendingar,
ensku hringarnir og ýmsir amerískir bankar. Frönsku og
þýzku Btóriðjunni fanst einfaldast að leysa skaðabótamál-
ið með Ruhrtökunni, og starfrækja sjálfir námurnar þar.
Þeim var hagnaður að verðlagsbólgunni og gengisfallinu
á Þýzkalandi, sem stafaði af Ruhrtökunni, og skiftingu
þýzka ríkisin8 í smærri hluta létu þessir hringar sér í
léttu rúmi liggja. En hagsmunir ensku hringanna og
bankanna kröfðust þess aftur, að gengið á þýzka mark-
inu yrði fest, Þýzkaland yrði aftur ein heild, og sérstak-
lega þýzku járnbrautirnar, en skaðabótamálið yrði leyst
með því að sigurvegaraþjóðirnar fengju veð í þýzkum
fyrirtækjum, sem léti ensku hringana ofl. fá yfirráðin yfir
vinnuafli Þýzkalands. Dawes tillögurnar, sem samþyktar
voru á Lundúnafundinum 1924 voru af þessum rótum
runnar. Eining þýzka rikisins helst, en ríkisjárnbraut-
irnar þýzku voru settar undir stjórn alþjóðaauðmagns og
tekjur þeirra renna I skaðabætur. Jafnframt var samþykt
að setja upp seðlabanka, er sæi um að gjaldeyririnn héldist
í verði og væri undir stjórn alþjóðaauðmagns, þ. e. a. s.
fyrst og fremst stórbankanna ensku og amerísku. Hins-
vegar var samþykt að koma jafnvægi á gjöld og tekjur
þýzka ríkisins með nýjum sköttum, en þar sýndi sig að
fiamkomulag var að komast á milli enBku og amerísku hags-
munanna og fransk-þýzka risahringsins, því að tillögurn-
ar um skattaálögurnar gengu næstum allar í þá átt, að
^ggja margvíslega tolla á verkalýðinn og millistétt-
irnar, en taka engan eignarskatt af stóriðjunni, sem þann-
% átti að komaBt hjá því að greiða stríðsskaðabæturnar.
4*