Skírnir - 01.01.1925, Síða 60
52
Þrónn auðmagnsinB.
[Skirnir
Á þenna hátt hefir því bæði franska, þýzka, enska og
ameriska auðvaldið komið sér vel fyrir í Þýzkalandi, en
á kostnað almennings þar.
Hag8munasamband auðmagns úr ýmsum löndum sézt
ekki siður greinilega í Mið- og Austur-Evrópu.
Stofnun nýrra ríkja þar með Versalafriðnum, Tjekkó-
Slóvakíu, Jugó-Slavíu, Póllands, Ungverjalands og Aust-
urrikis hins nýja var að mestu leyti verk Frakka..
Frá hagnýtilegu sjónarmiði eru þessi ríki ekki sjálfum
sér nóg. Frakkland œtlaði að hagnýta þau sem einskon-
ar lénsríki, en það lítur út fyrir að þetta fari á annan
veg, Frakkland er of skuldugt til þess að geta eitt valdið
fjárhagslegri stjórn þessara ríkja, og þau of fátæk. í
öllum þessum löndum hafa Frakkar orðið að keppa við
brezka, þýzka og ameríska auðmenn. Á þessum slóðum
hafa nú myndast fjölþættustu hagsmunasambönd auð-
magnsins, sem heimurinn hefir enn litið. Aðalherbúðir
þessarar herferðar auðmagnsins I Austurveg eru í Vínar-
borg, og Vínarbankarnir stýra henni. Þeir eru allir háðir
erlendu auðmagni, Morgans og stórbankanna ensku,
belgísku, hollenzku, ítölsku og frönsku. Einn miljóna-
mæringur, Bosel, hefir þó risið upp í Vínarborg, en er i
nánu sambandi við erlenda auðmagnið.
Einna fastast hefir málm- og námuiðjan sótt austur..
Fremstir standa þar hringar Schneider-Creuzot og Stinnes.
Með hjálp bankanna hafa þeir keypt upp eða kúgað'
undir sig hvert stórfyrirtækið á fætur öðru í þessum
löndum og deila þrásinnis bróðurlega milli sín bráðinni.
í nánu sambandi við þessa hringa stendur enski Vickers-
hringurinn. Oft stofna þeir saman til nýrra risafyrir-
tækja og allsstaðar þjóta upp söludeildir fyrir vörur
þeirra. Áður var iðnaður tiltölulega lítill í mörgum þess-
ara landa, enda stóð aðallinn á móti honum í lengstu
lög, til þess að vinnuaflið drægist ekki úr sveitunum.
Nú rís hér upp stóriðja og samfara því er alt gert til að
auka markaðinn fyrir vörur úr Vesturlöndum. En allur