Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 62
54
Þróun auðmagnsine.
[Skirnir
járnbrautir, byggja brýr og gera hafnir. Þess vegna verður
nauðsynlegt, að fyrirtækin safni auði að um allan heim.
Sem dæmi þessarar þróunar má geta þess, að á
Indlandi var baðmullarframleiðslan árið 1920 orðin þre-
föld á við 1914 og málmvöruframleiðslan þreföld. Alls-
staðar gætir sama straumsins og með vaxandi þunga.
4. Samkepnin hverfur á heimsmarkaðnum.
Sambræðsla auðmagns úr ýmsum löndum í atvinnu-
fyrirtækjum merkir það, að alþjóðleg hagsmunasambönd!
komast á hjá auðmagninu. Samkepni iðjuhölda ýmissa
landa á heimsmarkaðnum hverfur, en í stað hennar kem-
ur sameiginleg barátta við neytendurna, verðlaginu er
haldið uppi. Því nánara, sem þetta fjárhagssamband er
og því fleiri lönd, sem það tekur yfir, þess greinilegar
kemur í Ijós heimshringurinn, sem ræður yfir stóriðjunniy
undir yfirráðum örfárra auðmanna, og hefur vald á lífi eða
dauða, eymd eða vellíðan hundrað miljóna manna.
Fyrir striðið hafði á sumum sviðum tekist að stofna
heimshringa og heimsviðskiftasamtök, og voru ýms þeirra
orðin svo föst, að þau héldust stríðið út, þó að fyrirtækin
væru þá í orði kveðnu í fjandmannalöndum. Aðallega
náðu þau að eins til sérstakra vörutegunda og ákváðu
verðlag og skiftingu markaðarins milli sambandsfyrirtækj-
anna. Liefmann telur þýzka iðjuhölda hafa tekið þátt í
100 slíkum viðBkiftahringum fyrir stríðið.
Eimskipahringarnir voru orðnir sérstaklega öflugir,
International Mercantile Marine Co. réð að mestu farm-
gjaldsmarkaðnum. Voru nálega öll eimskipafélög Norður-
álfu og Ameriku í þessum hring, sem hafði sameiginlega
fjárhirzlu, tók há árstillög hjá þáttakendum, og fengu þau
félög í árslok umbun úr sjóði þessum, sem vel héldu sam-
tökin. Álit opinberrar nefndar í Englandi sýndi það, að
farmgjölain keyrðu af völdum hringsins langt úr hófi, og
minni hluti nefndarinnar krafðist opinberrar ihlutunar,
Enn sterkari urðu þó sumir nárauhringar, þar sem