Skírnir - 01.01.1925, Page 63
Skírnir]
Þróun anðmagnsins.
55
námurnar voru fágætar, t. d. olíuhringarnir, enda þarf
mikil8 fjármagna við olíuiðju, sérstaklega til flutningatækja,
olíugeyma og hreiusunarstöðva. Standard Oil var um lang-
an tíma hér um bil einvalt á olíumarkaðnum. Eitt félag,
Shell Mex, með brezku og hollenzku fjármagni óx þó upp
og stóðst alla samkepni. Nd ræður það yfir Vio af olíu-
markaðnum. Lengi var nokkur samkepni milli þessara
hringa aðallega um viðskiftaraenn, en að litlu leyti um
verðlag. Árið 1924 virðast þau þó hafa komið sér sam-
an og vinna sumsstaðar saman í fullu bióðerni t. d. í Rúss-
landi, en skifta annarsstaðar markaðnum á milli sín. Brezka
stjórnin kom í stríðinu upp risavöxnu olíufélagi Anglo
Persian Co., sem er að mestu ríkiseign, til að geta verið
óháð Shell Mex og Standard Oil, en hvað eftir annað hafa
hringarnir reynt að fá þetta félag keypt upp. Þó hefur
það ekki tekist hingað til, en telja má það eina stóra
olíufélagið sem ekki lúti hringunum.
Hergagnaverksmiðjurnar höfðu heimshring milli sín,
sem hélzt út striðið, þó að þjóðirnar bærust á banaspjót
og beittu vopnum sín úr hverri verksmiðjunni. Sann-
ast hefir að, þessi hergagnahringur vann í hverju landi
að vigbúnaði og stríði. Á stríðstímunum hélzt töluverð
verkaskifting milli fyrirtækjanna. Það komst t. d. upp^
að verksmiðjur Stinnes í Differdingen létu standa á her-
gögnum handa þýzka hernum, til að geta selt þau hærra.
verði til útlanda, en þau fóru vitanlega til FrakklandB.
Hinsvegar fengu þýzkar hergagnaverksmiðjur nikkel frá.
Frakklandi, yflr Sviss, í stað þýzka járnsins og stálsins-
Þessi verkaskifting var auðvitað arðberandi fyrir her-
gagnahringinn.
Flöskuheimshringur var til fyrir stríðið. Ný og ódýr
aðferð hafði verið fundin til flöskugerðar, sem ónýtt gat
eldri vélar. Hringurinn keypti einkaleyfið og takmark-
aði hagnýtingu aðferðarinnar.
Mjög víða í verzlun, samgöngum og iðnaði voru slík
heimssamtök fyrir stríðið, en mörg þeirra leystust upp f
ötríðinu eða breyttu mynd. Það stafaði bæði af glund-