Skírnir - 01.01.1925, Page 64
56
Þrónn auðmagnsina.
[Skirnir
roðanum á ríkjaskipuniuni og þvi, að eftir stríðið var
lengi í lággengislöndum gott tækifæri fyrir þarlend fyrir-
tæki til að keppa við fyrirtæki í hágengislöndunum og
fá enn gífurlegri arð, en viðskiftahringarnir alþjóðlegu
höfðu gefið þeim. Um tíma var þá nokkur samkepni á
heimsmarkaðnum. En slíkir gróðamöguleikar eru sjald-
gæfir og hverfa fljótt þegar gengishlutföllin á gjaldeyri
ýmissa þjóða festast og gengissveifiurnar hætta að mestu.
Þá rí8a aftur upp alþjóðahringarnir, enn
ægilegri, en fyr og hefur sú þróun orðið stórkostlega stór-
etíg síðustu árin. Þessir nýju hringar eru engin bráða-
birgðasamtök, heldur endanleg niðurstaða á heimsskipulagi
auðmagnsins. Stóriðjuhöldastétt ýmissa landa hefir þá
sameinast í eina heild, til góðs eða ills.
Þessi samtök skapast ekki af siðgæðisástæðum. Auð-
mennirnir eru hvorki betri eða verri menn, en fólk er
flest. En »vikingar spyrja ekki að lögum« og auð-
magnið ekki að því, hvað sé bezta skipulag á atvinnu-
rekstri fyrir alþjóð, heldur hvað sé mest arðberandi fyrir
þá sjálfa, enda er það eðlilegt og beint framhald ráðandi
þjóðskipulags. Tilgangur hringanna er að tryggja arðinn
•og auka hann til hagsmuna fyrir eigendurna. En þeir
eru íullvissir um það, að til þess sé hagkvæmast að halda
friði og samlyndi milli hringa ýmissa landa. Því að
heimsstyrjöld og viðskiftastríð geta af sér leitt byltingar
verkalýðsins, eins og kom í ljós í lok síðustu heimsstyrj-
aldar. Þá urðu stóriðjuhöldarnir víðast hvar að fallast
þegjandi á miklar samfélagsumbætur, og snúast til varnar
gegn sókn verkalýðsins. Þá í fyrsta sinn urðu þeir varir
við vald í þjóðfélaginu, sem gat boðið þeim byrginn, og
stefndi að gersamlegri breytingu á allri undirstöðunúverandi
þjóðskipulags og að afnámi á yfirráðum auðmagnsins. Frá
þeim tíma hættir auðmagnið innbyrðis deilum, og hugsar
sem svo: >sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.c
Nú stendur ekki lengur deilan um það, hvort franskír
eða þýzkir, enskir eða amerískir hringar verði hlutskarp-
astir, heldur hvort yfirráð auðmagnsins í þjóðfélögunum