Skírnir - 01.01.1925, Page 66
58
Þróun anðmagnsins.
[Skírnir
nánu sambandi við verzlunarráð hvers lands og fengi á-
lit þess um mál þau, sem það land skiftu. í þessum til-
gangi skyldi Alþjóðaverzlunarráðið setja sig í samband
við hringa og verslunarráð í ýmsum löndum og hafa
stöðugar sérfróðar nefndir þar.
Hér kemur fram og er samþykt af alþjóðaauðmagninu
tillaga um það, að stofna Alþjóðaiðjuþing, sem
komi í stað rikisstjórnanna, en hafi samband 1 hverju
ríki, til að knýja ályktanir sínar fram við þing og stjórn þar.
Síðustu árin heflr ýmislegt gerst svipað þessu, og
Dawes-tillögurnar eru af þessum rótum sprotnar. Þeg-
ar þetta kæmist í fast horf, væri alt lýðræði úr Bögunni,
því að á þessum leyndu atvinnuþingum hefðu að eins
stærstu fésýslumennirnir atkvæði, höfðingjar hringannar
og það eftir fjármagni. Millistéttirnar hyrfu þá úr sög-
unni. Heimurinn væri orðinn allur eitt hlutafélag
með forráðamönnum fáum annarsvegar, en verkalýð-
allra landa í þjónustu þeirra hinsvegar.
5. HásJcinn fyrir verkalýðinn.
Heimshringarnir eru vafalaust að ýmsu leyti framför
frá því sem var, ef einungis er litið á málið frá hagnýtu
sjónarmiði framleiðslunnar. Sameiginleg stjórn á fram-
leiðslutækjunum mundi að mestu afnema hinar snöggu
viðskiftakreppur, sem stafa af harðri samkepni og skorti
á stjórn og yfirliti yfir heimsmarkaðinn. I staðinn kæmi
örugg undirstaða og sístarfandi framleiðsla. Mikið af því
atvinnuleysi og óvissu um atvinnu, sem þjáir verkalýð-
inn nú, mundi hverfa. En þá kemur önnur hættan enn
ægilegri.
Færri og færri menn ráða þá yfir lífsskilyrðum þjóð-
anna. Reynslan sýnir, að hringarnir reyna ekki að dreifa.
arði framleiðslunnar meðal allra vinnandi manna, held-
afla eigendunum sem mests arðs. Það er alkunnugt, að'
verðlagið á vörum sínum ákveða hringarnir eftir fram-
leiðslukostnaði úreltustu fyrirtækjanna, sem minst fram-
leiða og versta hafa aðstöðuna. Markmiðið er það, a&