Skírnir - 01.01.1925, Page 67
Skirnir] J?róun auðmagnsins. 59;-
bringurinn fái í Binn vasa allan hagnaðinn af sameiningu
framleiðalunnar. Eftir að hringarnir hættu að hugsa um
gróða á því að ráða niðurlögum annara hringa verður
alt þetta enn meira áberandi, því að eina leiðin til auk-
ina arð8, verður þá að ná Bér niðri á verkalýðnum með
lágu kaupgjaldi, en háu vöruverði.
Eftir stríðið hefir þetta orðið deginum ljósara. Verka-
lýðurinn biður miklu oftar en fyr ósigur i vinnudeilum, því að
hann hefur staðið sundraður, en á móti stendur sameigin-
legt afl stóriðju heimsins. Stóriðjan hefir fullkomna verka-
skiftingu í þes3ari baráttu, hringana til að ráða
verðlaginu gagnvart neytendum, atvinnu-
rekenda- eða iðjuhöldafélögintilaðráða
kaupgjaldi s t a r f s m a n n a n n a. Iðjuhölda-
f é 1 ö g i n hafa vaxið óðfiuga með sameiningu auðmagns-
ins. Einstakir iðjuhöldar verða nú að beygja sig fyrir
félagsviljanum, stéttarhagsmununum. Þó að þeim kunni
sumum að koma bezt samlyndi og friður við verkalýðinn,
verða þeir að hlýða herstjórnarráði iðjuhöldafélagsins,
stjórn þess, er stýrir sókn og vörn gagnvart verkalýðn-
um, ákveður verkbönn og kauplækkunarkröfur, gerir
kröfur til þings og stjórnar um löggjöf eða afnára laga,
er snerta vinnulýðinn. Þessi iðjuhöldafélög geta þá.
orðið mjög áhrifamikil um stjórnmál og iátið ráðuneytin
flytja mál sín, en þingin samþykkja þau. Félög þessi
geta haldið sérfræðinga til að fjalla um málin og verður
þá oft erfitt fyrir leikmenn á þingi að sjá, hvað bak við
liggur.
Iðjuhöldafélögin láta rannsaka nýjar vélar og vinnu-
aðferðir og úrskurða, hvort þær skuli hagnýttar. Þar
kemur tvent til greina. Stórfeldar breytingar geta gert
oinskisvirði dýrmætar vélar, sem fyrir eru og verða úr-
eltar, og að þvi leyti stendur þessi félagsskapur venjulega
á móti verklegum framförum. Hinsvegar er oft hægt að
nota nýjar vélar og aðferðir sem vopn í baráttunni gegn
verkalýðnum og þá eru þær hagnýttar. Tillögur sumra.