Skírnir - 01.01.1925, Síða 68
«0
Þróun auðmagnsins.
[Skirnir
mestu sérfræðinga hringanna svo sem Bandaríkjamanns-
ins T. A. Stroup ganga í þá átt, að öll stóriðja skuli gerð
sem véllægust, einföld og óbrotin, hver verkamaður þurfi
að eins að kunna 1—2 handtök, svo að öll ábyrgðartil-
finning hans og iðnlærdómur hveríi. Þá verði verkamenn
viðráðanlegri í höndum hringsins, þvi að iðnlærðir verka-
menn með sjálfsáliti séu víðsýnni og kröfuhærri um lífs-
ekilyrðin, en fákunnandi verkamenn.
Alþjóðahringar standa ólíkt betur að vígi gagnvart
verkamönnunum, en fyrirtæki, sem ekki ná út yfir lands-
steinana. Heimshringarnir geta kosið, hvar og hvenær
þeir berji8t. Þeir geta auðveldlega flutt framleiðslu sína
úr einu landi, þar sem vinnudeila stendur yfir, til annars,
þar sem alt er með friði í biii. Á meðan verkalýðs-
samtökin eru ekki í einni heild í sama landinu, stendur
fyrirtæki sem starfar þar á ýmsum stöðum eins að vígi,
en nú er víðast svo, að verkalýðssamtökin eru sterk í
sama landi, en veik á milli landa. Þegar erlent, ópersónu-
legt auðmagn er ráðandi í stóriðju einhvers lands, verður
baráttan líka oft harðari, en við innlenda iðjuhölda, sem
taka tillit til almenningsálitsins. Þetta hefir víða sýnt
sig, t. d. í vinnudeilu austurrisku bankanna við starfs-
menn þeirra.
Þegar heimshringur hefir fengið lækkað kaupgjald
sða lengdan vinnutíma í einu landi, taka blöð hans í öðru
landi að tala um »erlenda samkepni* og krefjast kaup-
lækkunar eða lengri vinnutíma þar líka af þessari ástæðu.
Fallist verkalýðurinn ekki á þetta endurtekur sagan sig.
Verkalýðurinn í einu landi er þannig notaður á móti
verkalýð annars lands, en alt kemur niður á honum
sjálfum. Þetta hefur, t. d , Býnt sig í baráttu hringanna
gegn 8 stuuda vinnudeginum og í kolanámuverkföllunum,
sem komu vegna kauplækkunartilrauna stóriðjuhöldanna.
Hvert landið var tekið á fætur öðru og verkamennirnir
i hinum löndunum látnir »keppa« á meðan.
Árásir hringanna á neytendurna eru ekki síður
:geigvænlegar. Nauðsynjavörur flestar eru í þeirra höndum