Skírnir - 01.01.1925, Síða 69
Skirnir]
Þróun auðmagnBÍns.
6t
og hámarkið á verðlaginu er ekkert nema samkepnin á,
heimsmarkaðnum. Á stríðsárunum var hún þó mjög tak-
mörkuð. í hágengislöndunum var gripið til verndartolla
og verndarlöggjafar, sem gerði hringnum fært að halda
háum arði, þó að samkepni kæmi utan að. I lággengia-
löndunum varð ómögulegt að kaupa fjölda erlendra vara
vegna dýrleika, og neytendurnir keyptu þá innlendu vör-
urnar í þeirra atað. Þær hefðu átt, vegna lægri fram-
leiðslukostnaðar, að verða miklu ódýrari en á heimsmark-
aðnum, en hringarnir héldu þeim í litlu lægra verði, og
var það ágæt gróðalind fyrir þá. Eftir etríðið hafa avo •
heimshringarnir takmarkað að mestu samkepnina.
önnur leið fyrir hringana, til að geta haldið háu verð-
lagi, eraðminka framleiðsluna. Á sama tíma,.
8em þeir hafa krafist lengri vinnutíma, meiri áreynslu og
þá meiri framleiðslu af hverjum verkamanni, hafa þeir,
til þess að þurfa ekki að lækka verðið, er vörumagnið
ykÍBt, dregið saman heildarframleiðsluna. Sérstaklega
hefur þetta áttsér stað eftir verðfallið 1921 og hræðsluna,.
sem greip stóriðjuhöldana þá. — Alþjóðabandalagið
hefur gefið ýmsar upplýsingar um þetta efni. Af mörgum
dæmum má nefna að járnstangaframleiðslan minkaði frá
janúar 1920 til ágúst 1921 úr 3 milj. smálesta niður í 950'
þús. smál., í Bretlandi úr 665 þús. smál. niður í 386 þús.
amál., í Sviþjóð úr 35 þús. smál. niður i 19 þús. smálesta
og sama minkun framleiðslunnar átti sér stað í Belgíu
og Frakklandi. í öðrum iðjugreinum var sama leið farin
t. d. minkaði baðmullarframleiðslan í Egiftalandi á sama
tima úr rúmum 3 milj. smái. niður í tæpa 1 */a milj. smá-
lesta. Þar var stofnað sérstakt félag til að sjá um tak-
mörkun baðmullarræktar og geyma baðmullina heima fyrir,
8vo að hún fylti ekki heimsmarkaðinn. í Bandaríkjunumi
Qiinkaði baðmullarræktin á sama tima um þriðjung. Sams-
konar aðferð var höfð við gúmmíframleiðsluna. í sept.
1920 sendi Alþjóðasamband gúmmiræktenda öllum með-
litnum sínum umburðarbréf um að minka fraraleiðsluna
UQi fjórðung. Seint í nóvember gat sambandið skýrt frá.