Skírnir - 01.01.1925, Side 71
Skirnir]
Þrónn auðmagnsins.
68
ráðBtafanir til að auka þann gróða verða eðlilegar, jafn-
vel þó að þær gangi beint á móti hagsmunum mannkyns-
ins, eins og minkun framleiðalunnar. Völd heimshring-
anna og stóriðjunnar eru sívaxandi og óhætt að segja, að
netið liggur um heim allan. Blasir þá við framundan, að
fámenn auðmagnsstjett stýri framleiðslu heimsins í eigin-
hagsmuna skyni, en í þjónustu þessara valdhafa standi
allur lýðurinn, valdalaus og ráðalaus.
Straumar þeir, sem renna á móti þessari auðmagns-
þróun, eru tveunskonar. önnur stefnan kemur aðallega
frá millistjettunum i þjóðfélaginu, smærri atvinnurekend-
um, bændum og mentamönnum, sem verið er að útrýma og
eru eins og milli steins og sleggju. Samkvæmt þeirri stefna á
að neyta ríkisvaldsins og setja lög gegn
hringunum, hindra samdrátt auðmagnsins og h a 1 d a
við frjálsri samkepni án þess þó, að ríkisvaldið
takist á hendur nokkurn atvinnurekstur. Samkepnisöldin,
8em syngur nú sitt síðasta vers, er þar fyrirmyndin, en ekki
■er hægt að velta tímans hjóli aftur á bak. Víða hefir slík
löggjöf verið reynd, sérstaklega í fæðingarlandi hringanna,
Bandaríkjunum. Þar eru í gildi lög gegn hverskonar samtök-
um til að hindra frjálsa samkepni og gegn óréttmætri sam-
kepni. Þessum lögum hefir verið reynt að beita hvað eftir
annað. Standard Oil var t. d. 1911 dæmt til að leysast upp
fyrir það, að brjóta lög þessi, en það stendur jafnóhaggað
enn, í nýrri mynd. Samskonar löggjöf hefir verið reynd
sumstaðar í Norðurálfunni, en niðurstaðan reynst hin
sama. Hringarnir eru ægileg þróun auðmagnsins, og
óhjákvæmilegir eftir gildandi þjóðskipulagi. Engin lög-
gjöf gegn þeim stoðar, meðan þeir standa föstum fót-
um í jarðvegi þjóðfélagsins, þeir taka þá að eins á sig
nýtt gerfi. Við þetta bætist, að þegar þingin fara að gera
eókn á hringana, fara þeir aftur að leggja enn meiri
áherzlu á stjórnmálin og verður þá tiltölulega auðvelt
fyrir auðmagnið, sem ræður yfir atvinnuvegunum, að ráða
lika á þingunum. Þessi alda gegn hringunum er þvi að
'fjara út.